5 mínútna útskýring á ástandinu í Miðausturlöndum

Dennis Prager er heimsþekktur rithöfundur og álitsgjafi með eigin heimasíðu https://www.prageru.com/ Hann hefur verið tilnefndur til ýmissa starfa fyrir forseta Bandaríkjanna, bæði Ronald Regan og George W. Bush. Prager hefur hlotist heiðursdoktorsnafnbót í lögum frá Pepperdine Háskóla. Í seinni tíð hefur Dennis Prager orðið frægur m.a. fyrir útskýringar á flóknum vandamálum framsettum á aðgengilegan hátt í 5 mínútna myndböndum. Hérna kemur eitt þeirra um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs (sjá neðar á síðunni).

Dennis Prager

Þegar ég stundaði framhaldsnám við stofnun Miðausturlanda hjá Columbia háskóla, þá eyddi ég mörgum námstímum í spurningar um átökin í Miðausturlöndum. Við lærðum önn eftir önn um átökin í Mið-Austurlöndum eins og að þau væru flóknustu átök í heimi – en eru líklega í reynd einhver auðveldustu átök í heiminum til að útskýra. Þau er kannski þau erfiðustu að leysa en það er auðveldast að útskýra þessi átök.

Í hnotskurn er málið þetta: Önnur hliðin vill sjá hina hliðina dauða

Ísrael vill vera til sem gyðingaríki og lifa í friði. Ísrael viðurkennir einnig rétt Palestínumanna til að eiga sitt eigið ríki og lifa í friði. Vandamálið er hins vegar að flestir Palestínumenn og margir aðrir múslímar og arabar, viðurkenna ekki tilverurétt gyðingaríkis Ísraels. Þetta hefur verið sannleikurinn síðan 1947, þegar Sameinuðu þjóðirnar kusu að skipta landinu sem kallast Palestína í gyðingaríki og arabaríki. Gyðingar samþykktu skiptingu Sameinuðu þjóðanna en enginn araba- eða önnur múslímaríki samþykktu hana.

Þegar yfirráðum Breta lauk 15. maí 1948 réðust herir allra arabaríkja í nágrenninu – Líbanon, Sýrland, Írak, TransJórdanía og Egyptaland – inn í hið eins dags gamla Ísraelsríki til að eyða því. En heiminum að óvörum þá komst litla gyðingaríkið af.

Svo gerðist það aftur. Árið 1967 tilkynnti einræðisherra Egyptalands, Gamal Abdel Nasser, áætlun sína, með orðum um „að tortíma Ísrael.“ Hann setti egypska hermenn á landamæri Ísraels og herir arabaríkjanna í kring voru einnig virkaðir til árása. Hins vegar réðust Ísraelsmenn á Egyptaland og Sýrland í fyrirbyggjandi skyni. Ísrael réðst ekki á Jórdaníu og bað konung Jórdaníu að taka ekki þátt í stríðinu. En hann gerði það. Og aðeins vegna þess, þá náði Ísrael yfirráðum yfir landi Jórdaníu, sérstaklega „Vesturbakka“ Jórdanár.Stuttu eftir stríðið fóru arabaríkin til Khartoum í Súdan og tilkynntu hin frægu þrjú „Nei“:

„Engin viðurkenning, enginn friður og engar samningaviðræður“

Hvað átti Ísrael að gera?

Eitt af því sem Ísrael gerði, rúmum áratug síðar, árið 1978, var að gefa allan Sínaí-skagann – landsvæði stærra en Ísrael sjálft og með olíu – aftur til Egyptalands vegna þess að Egyptaland, sem hafði nýja forystu, undirritaði friðarsamning við Ísrael. Ísrael lét því landið af hendi gegn loforði um frið við Egyptaland. Ísrael hefur ætíð verið tilbúið að gera það sama fyrir Palestínumenn. Það eina sem Palestínumenn hafa þurft að gera er að viðurkenna Ísrael sem gyðingaríki og lofa að lifa í friði samhliða því.

En þegar Ísraelar hafa lagt til skipti á landi fyrir frið – eins og þeir gerðu árið 2000 þegar þeir samþykktu að gefa Palestínumönnum fullvalda ríki á meira en 95% af Vesturbakkanum og öllu Gaza, – þá hafnaði palestínska forystan boðinu og í svaraði því í staðinn með því að senda hópa sjálfsvígshryðjuverkamanna inn í Ísrael.

Samtímis voru palestínska útvarpið, sjónvarpið og skólarnir uppfullar af hyllingu á hryðjuverkamönnum, djöflavæðingu gyðinga og daglegum endurteknum skilaboðum um að Ísrael ætti ekki að fá að vera til. Svo það er ekki erfitt að útskýra deiluna í Miðausturlöndum. Önnur hliðin vill sjá hina dauða. Einkunnarorð Hamas, palestínskra ráðamanna á Gaza, eru:

„Við elskum dauðann eins mikið og gyðingar elska lífið“

Það eru 22 arabaríki í heiminum – allt frá Atlantshafi til Indlandshafs. Það er eitt „gyðingaríki“ í heiminum. Og það er á stærð við New Jersey. Raunar er hið litla El Salvador stærra en Ísrael.

Hugsum að lokum um þessar tvær spurningar: Ef Ísrael myndi leggja niður vopn á morgun og tilkynna: „Við munum ekki berjast lengur“ – hvað myndi þá gerast? Ef arabalöndin í kringum Ísrael legðu niður vopn og tilkynntu „Við munum ekki berjast lengur“ hvað myndi þá gerast? Í fyrra tilvikinu yrði um tafarlausa eyðileggingu Ísraelsríkis að ræða og fjöldamorð á gyðingum þess. Í öðru tilvikinu yrði friður daginn eftir.

Eins og ég sagði í upphafi er einfalt að lýsa vandamálinu: annar aðilinn vill sjá hinn dauðan – og ef svo væri ekki, þá ríkti friður. Vinsamlegast munið þetta: Það hefur aldrei verið ríki á því landfræðilega svæði sem kallast Palestína sem var búið gyðingum. Ísrael er þriðja gyðingaríkið sem er til á því svæði. Þar var aldrei arabískt ríki, aldrei palestínskt ríki, aldrei múslíma- eða neitt annað ríki.

Hvers vegna má ekki leyfa einu gyðingaríki á stærð við El Salvador að vera til?

Það er vandamálið í Mið-Austurlöndum og ég er Dennis Prager.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa