Bill Gates fjárfestir í mRNA bóluefnum í Afríku

Bill Gates. Mynd © Ministerie van Buitenlandse Zaken (CC 2.0)

Í fréttatilkynningu frá Bill & Melinda Gates stofnuninni segir, að hin hrikalega mRNA-tækni sé „næsta kynslóð bóluefna.“ Bill Gates mun leggja mikið fé í að þróa mRNA bóluefni í Afríku, þeirri álfu sem hafði minnstan áhuga á að taka hin svokölluðu Covid-bóluefni.

Bill & Melinda Gates Foundation Foundation tilkynnir á vefsíðu sinni, að verið sé að fjárfesta í „hraðri nýsköpun og framleiðslu á mRNA bóluefnum í Afríku og á heimsvísu.“ Stofnunin fjárfestir 40 milljónum dollurum til að aðstoða fjölda framleiðenda við að „kynna mRNA bóluefni á meginlandi Afríku“ eins og Africanews orðar það. Stofnunin hyggst einnig breyta þeirri staðreynd, að Afríka var eitt af síðustu löndum heims til að taka við Covid-bóluefnum. Samkvæmt Africanews þá breytir mRNA tæknin mannslíkamanum í „litlar bóluefnaverksmiðjur.“

AP hefur einnig skrifað um bóluefnafjárfestingu Gates í Afríku. Fréttastofan bendir á, að Afríka hafi verið staðurinn „þar sem fólk stóð aftast í röðinni til að fá sprautur í Covid-19 heimsfaraldrinum.“ Bill Gates kallar mRNA „mjög lofandi nálgun.“

Morena Makhoana, forstjóri rannsóknarstofnunarinnar Biovac, segir í yfirlýsingu:

„Þetta samstarf mun hjálpa til við að eyða flöskuhálsum í aðgengi að þessum efnilegu mRNA bóluefnum gegn sjúkdómum sem hafa óhóflega mikil áhrif á þá fátækustu í heiminum. Það mun einnig hjálpa okkur í verkefni okkar að koma á fullri framleiðslugetu fyrir bóluefni í Afríku fyrir heimsmarkaðinn.“

Í fréttatilkynningu Gates er mRNA kallað „næsta kynslóð bóluefna.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa