Lífshættulegt að vera vinur Bandaríkjanna – dökk framtíð Úkraínu

Í mars 2022 var friðarsamkomulagi milli Úkraínu og Rússlands í grundvallaratriðum lokið. En Vesturlönd undir forystu Bandaríkjanna stöðvuðu það. Í staðinn vildu þau rústa Rússlandi. Úkraínska stjórnin samþykkti það. Útkoman er hins vegar sú, að Úkraínu hefur verið rústað. Evrópa hefur veikst. Lars Bern var í viðtalsþætti Swebbtv og hann segir að unga kynslóð Úkraínu sé horfin. Framtíð Úkraínu eftir að hafa fylgt vestrænum tilskipunum er „afar dökk“ segir Lars. Efnahagur Evrópu er á niðurleið á meðan efnahagur Rússlands dafnar. Lars segist ekki „geta skilið hversu vanhæfa leiðtoga við höfum. Þeir eru svo gjörsamlega óhæfir.“

Lars Bern talar meðal annars um framtíð Úkraínu í fréttaskýringaþætti Swebbtv. Hún er ekkert sérstaklega björt. Rússland hefur tekið um 20% af landinu – verðmætasta hlutann – og unga kynslóðin er að þurrkast út. Lars Bern segir:

„Öll unga kynslóðin. Konurnar eru líka horfnar, því þær hafa flúið. Það er engin ung kynslóð í Úkraínu. Kynslóðin sem átti að fæða næstu kynslóð er ekki lengur til. Það er tómt í íbúapýramídanum. Framtíð Úkraínu er afar dökk.“

Ef stríðið heldur áfram verður engin Úkraína eftir

Jafnframt hafa yfirvöld á Vesturlöndum í hámælum, að Úkraína gangi í Nató og ESB og að landið muni blómstra í framtíðinni með aðstoð Vesturlanda. Þetta eru innantóm orð. Lars spyr:

„Hvernig í ósköpunum á landið að geta gert það, þegar öll unga kynslóðin er farin?“

Geta ekki bakkað

Austurhlutinn sem Rússar hafa tekið mun aftur á móti geta blómstrað. Efnahagur Rússlands er að ofhitna á meðan Evrópa er á leið í samdrátt. Að Bandaríkin hafi stöðvað raunhæft friðarsamkomulag á milli Rússlands og Úkraínu vorið 2022 hefur verið staðfest af mörgum aðilum. Nýlega sagði Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, í útvarpsviðtali, að þetta væri „vel þekkt staðreynd í heimi diplómatíunnar.“ Lars Bern heldur áfram:

„Það sem var tilgangurinn, að veikja Rússland, hefur leitt til þess að Vestur-Evrópa hefur nú verið mjög veikt. Samt heldur þetta áfram. Þeir vilja ekki hætta.“

„Ég get ekki skilið hversu vanhæfa leiðtoga við höfum. Þeir eru svo gjörsamlega óhæfir. Þeir ættu að geta fylgst með og bakkað. En þeir hafa engan bakkgír. Þeir munu halda áfram, hvað sem það kostar.“

Stórhættulegt að vera vinur Bandaríkjanna

Að standa við hliðina á Bandaríkjamönnum hefur því ekki aðeins eyðilagt Úkraínu. Það hefur einnig komið hart niður á Evrópu. Hver veit hvað bíður Svíþjóðar eftir aðild að Nató. Náin tengsl Úkraínu við þessa stríðsvél þýðir kannski algjöra tortímingu. Lars segir að lokum:

„Kissinger sagði einu sinni, að það væri hættulegt að vera óvinur Bandaríkjanna. En það er stórhættulegt að vera vinur Bandaríkjanna.“

Sjá má þáttinn hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa