Heliogabalus, rómverskur keisari á 2. öld, var ekki karlmaður heldur „transkona.“ Breskt safn hefur staðfest það. Safn í North Hertfordshire hefur ákveðið að vísa til Heliogabalusar sem „hún/hennar“ segir í frétt BBC.
Bakgrunnur málsins er, að vafasamar fornar heimildir halda því fram, að keisarinn hafi vísað til sjálfs sín sem konu. Í fornri (og jafnvel síðari) sagnfræði er algengt í svívirðingarskyni að saka óvinsæla einstaklinga um að hafa rangsnúnar tilhneigingar.
Talsmaður safnsins segir að:
„það sé bæði kurteislegt og virðingarvert að vera næmur á tökuorð sem fólk hefur auðkennt sig með í liðinni tíð.“
Safnið er með mynt sem er með mynd af Heliogabalus og samkvæmt BBC er hún venjulega sýnd ásamt öðrum „HBTQP hlutum.“
Safnið segist hafa ráðfært sig við LGBTQ samtökin Stonewall til að tryggja, að sýningar þess séu „eins uppfærðar og sameinandi og mögulegt er.“