Í árlegri spá sænsku landbúnaðarstofnunarinnar um tekjur og kostnað landbúnaðarins eru hagnaðurinn sem stendur undir kostnaði vegna eigin vinnuafls og fjármagns – áætlaðar 9,1 milljarður sænskra króna árið 2023. Er það 50% lakari útkoma miðað við metárið 2022.
Að mati sænsku landbúnaðarstofnunarinnar eru helstu ástæður þessa 50% hruns árið 2023 einkum lítil uppskera ársins á korni og olíufræjum ásamt lækkandi verði fyrir þessar afurðir og einnig á mjólk. Ulf Svensson hjá sænsku landbúnaðarstofnuninni segir:
— Að vísu hefur verðið á sumum af þeim mikilvægu aðföngum sem landbúnaðurinn notar í framleiðslu sína einnig lækkað, en það bætir ekki að fullu upp lakari uppskeru og verðlækkanir á landbúnaðarvörum. Þessu til viðbótar þýðir aukinn vaxtakostnaður að heildarkostnaður er um það bil það sama og árið 2022.“
Verðmæti kornframleiðslu minnkar um 41%
Alls er gert ráð fyrir að framleiðsluverðmæti landbúnaðarins minnki um 7,7 milljarða sænskra króna eða 9% miðað við árið 2022 og nemi 79 milljörðum sænskra króna árið 2023. Gert er ráð fyrir að verðmæti grænmetisframleiðslu minnki um 7,8 milljarða sænskra króna eða 19%. Gert er ráð fyrir að verðmæti dýraframleiðslu minnki um 0,5 milljarða sænskra króna, sem svarar til rúmlega 1%.
Kornuppskeran er áætluð um 4,2 milljónir tonna, sem er 29% minna en árið 2022 og 21% minna en meðaltal síðustu 5 ára. Á sama tíma er áætlað að kornverð fyrir uppskeruárið 2023/2024 lækki um u.þ.b. 17%. Alls þýðir þetta að gert er ráð fyrir að verðmæti kornframleiðslu minnki um 6,6 milljarða sænskra króna.
Áætlað er að innvigtun mjólkur aukist um 2,7% árið 2023 en gert er ráð fyrir að uppgjörsverð verði 9% lægra en árið 2022. Gert er ráð fyrir að framleiðsluverðmæti mjólkur lækki um tæpan 1,1 milljarð sænskra króna, eða 7% og verði 14,7 milljarðar sænskra króna.
Minni kostnaður við aðföng en vaxtakostnaður eykst
Árið 2021 fór verð hækkandi á nokkrum aðföngum í landbúnaði eins og áburði, orku og fóðri. Í ársbyrjun 2022 urðu meiri verðhækkanir og hélst verðið hærra allt árið. Árið 2023 hefur verðið lækkað en er samt enn hærra en á árinu 2022.
Í spánni er áætlað, að kostnaður vegna aðfanga og þjónustu nemi 55,5 milljörðum sænskra króna, sem er lækkun um 2,8 milljarða sænskra króna eða tæplega 5% miðað við árið 2022. Kostnaður vegna áburðar, orku og fóðurs eru þeir kostnaðarliðir sem áætlað er að lækki mest. Kostnaður vegna útsæðis og landbúnaðarþjónustu sem keypt er af öðrum landbúnaðarfyrirtækjum mun hins vegar aukast.
Á sama tíma og kostnaður við aðföng og þjónustu lækkar er áætlað að vaxtakostnaður aukist um 1,7 milljarða sænskra króna eða 76%. Þetta stuðlar að því að heildarkostnaður við landbúnað helst á svipuðum slóðum og árið 2022.
„Á heildina litið eru rekstrartekjur, sem þurfa að standa undir kostnaði vegna eigin vinnu og eigið fé, áætlaðar 9,1 milljarður sænskra króna árið 2023. Er það lækkun um 8,9 milljarða sænskra króna eða 49% miðað við 2022.“
Miklar verðbreytingar undanfarin ár bæði á landbúnaðarvörum og aðföngum gera spána óvissa, að sögn sænsku landbúnaðarstofnunarinnar. Meðal annars ríkir óvissa um hvernig bændur hafa staðið sig við núverandi aðstæður. Þetta getur td átt við um hversu mikið magn aðfanga var keypt, hvenær og á hvaða verði. Tiltölulega lítil frávik við mat á framleiðsluverðmæti landbúnaðarins eða landbúnaðarkostnaði fyrir aðföng og þjónustu geta leitt til þess að atvinnutekjur séu of- eða vanmetnar. Endanleg útkoma fæst, þegar árið er liðið og allar tölur endurspegla raunveruleikann nákvæmlega.