30% demókrata „nokkuð líklegir“ til að kjósa Trump til forseta – og 50% svartra kjósenda

Skoðanakönnun Rasmussen sem gerð var dagana 2.-4. október 2023 sýnir aukið forskot Trump forseta í kosningunum 2024. Könnunin leiddi í ljós að 38% kjósenda eru „mjög líklegir“ til að kjósa Trump forseta og 15% „nokkuð líklegir“ sem gerir samtals 53%. Tölur í könnuninni sýna, að Trump forseti er að rjúfa múra sem venjulega standa í vegi forsetaframbjóðenda repúblikana: 30% demókrata eru að minnsta kosti „nokkuð líklegir“ til að kjósa Trump og 19% „mjög líklegir.“ Til samanburðar fékk Trump forseti aðeins 5% atkvæða demókrata árið 2016.

50% blökkumanna segjast ætla að kjósa Trump

Könnunin sýndi 55% fylgi við Trump meðal kjósenda á aldrinum 18-39 ára. Þessi aldur er oft erfiður hjá frambjóðendum repúblikana. Trump er með um 54% meðal 40-64 ára og 47% meðal kjósenda 65 ára og eldri.

En sú tala sem vekur mesta athygli kemur frá þeldökkum kjósendum en 50% segja „nokkuð líklegt“ að þeir muni kjósa Trump sem forseta en 46% segja það alls ekki líklegt. Árið 2020 hlaut Biden 87% atkvæða svartra. Meðal annarra kjósenda mælist fylgi Trump 52% sem segja það nokkuð líklegt að þeir muni kjósa hann.

Val Trumps á varaforseta ekki svo mikilvægt

Einnig var spurt um áhrif af vali Trumps á varaforseta. Nánar tiltekið hvort hann velji konu, blökkumann eða annan sem ekki er í stjórnmálum. Meirihluti allra aðspurðra eða 57% sagði, að varaforsetaval myndi ekki skipta miklu máli. 24% kjósenda á aldrinum 18-39 ára sögðu að kona eða blökkumaður myndu gera þá líklegri til að kjósa Trump forseta.

Trump vandar sig við flott boltakast

Könnunin var gerð 2.-4. október þ.e.a.s. áður en Robert F. Kennedy tilkynnti að hann byði sig fram til forseta sem óháður frambjóðandi. Áhrifin vegna hryðjuverkaárásar Hamas eru heldur ekki með. Hamas réðst á Ísrael bara mánuði eftir að Biden opnaði 6 milljarða dollara reikning á frystum eignum Írans.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa