Gríðarlegt hneyksli er núna í uppsiglingu innan Sameinuðu þjóðanna. Sérstök hjálparsamtök sem ætlað er að styðja „palestínska flóttamenn í næsta nágrenni“ – UNRWA, liggja undir grun um að hafa notað hjálparstarfsemina til að aðstoða Hamas við að framkvæma fjöldamorð á Ísraelsmönnum í október síðastliðnum.
Vegna uppljóstrananna hefur fjölmörgum starfsmönnum UNRWA verið rekið frá störfum. Er um að ræða starfsmenn sem grunaðir eru um eða hafa haft náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hamas sem ráða ríkjum á Gaza. Hamas gerði samræmdar hrottafengnar árásir á Ísrael þann 7. október í fyrra og myrtu á annað þúsund óbreyttar konur, unglinga og börn. Var mörgum konum fyrst nauðgað áður en þær voru drepnar á viðbjóðslegan hátt.
Að minnsta kosti 15 starfsmenn UNRWA sem hafa verið reknir eru grunaðir um að hafa tekið virkan þátt í hryðjuverkaárásum Hamas. Einnig er talið að fé SÞ sem ætlað er til neyðaraðstoðar hafi farið í að fjármagna árás hryðjuverkasamtakanna Þetta eru aðeins fyrstu fréttir af málinu og búist við að það sé mun umfangsmeira og að fleiri starfsmönnum verði sagt upp.
Verið að kanna hvort sænsk þróunaraðstoð hafi verið notuð til að fjármagna hryðjuverkasamtökin Hamas
Vegna uppljóstrananna hafa Bandaríkin ákveðið að hætta öllum greiðslum til UNRWA. Sænska utanríkisráðuneytið segir, að Svíar hafa ekki ráðstafað neinu skattfé til UNRWA á þessu ári en útilokar ekki að fyrri greiðslur Svíþjóðar til samtakanna hafi farið til að fjármagna hryðjuverkaárás Hamas. Johan Forsell þróunarráðherra segir í tilkynningu:
„Grunsemdirnar sem okkur bárust seinni part föstudags eru mjög íþyngjandi og alvarlegar. Við væntum þess að UNRWA muni vinna með sænskum stjórnvöldum og öðrum alþjóðlegum aðilum til að komast til botns í þessu máli.“
Yfirmaður UNRWA segist ekkert hafa vitað
Philippe Lazzarini, yfirmaður UNRWA, segist ekki hafa vitað af meintu samráði starfsmanna sinna við Hamas og fjármögnun hryðjuverkasamtakanna. Hann tekur fram að hafin hafi verið innri endurskoðun til að komast til botns í klúðrinu. Hann segir enn fremur, að fólkið sem hafi verið rekið eigi kæru yfir höfði sér. Hann segir að af hálfu UNRWA taki hann eindregið afstöðu gegn hryðjuverkum Hamas.
Þær upplýsingar sem núna skapa hneyksli innan SÞ eru sagðar hafa komið fram í tengslum við réttarhöldin fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag, þar sem hatursöfl gegn gyðingum reyna að klína þjóðarmorði upp á Ísrael á Gaza.
Upplýsingar eru einnig sagðar vera í höndum Mark Regev, háttsettum ráðgjafa Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, sem segist búa yfir „sértækum upplýsingum“ og „vel skjalfestum upplýsingum“ sem rökstyðja ásakanir um að starfsmenn UNRWA hafi unnið leynilega með hryðjuverkasveitum Hamas.