Banna notkun bifreiða með brunahreyflum í Stokkhólmi í árslok 2024

Rauðgræna borgarstjórn Stokkhólmsborgar bannar bensín- og dísilbíla í höfuðborginni í lok næsta árs segir í frétt SVT. Nær bannið yfir afmarkað svæði í miðborg Stokkhólms.

Er í fyrsta sinn tekinn upp „umhverfissvæðisflokkur 3“ í Svíþjóð. Svæðið mun ná yfir tuttugu blokkir í miðborg Stokkhólms, innan Kungsgatan, Birger Jarlsgatan, Hamngatan og Sveavägen. En inngangur og útgangur Klöruganganna hefur einnig áhrif. Ætlunin er að stækka svæðið enn frekar með nýrri ákvörðun árið 2025.

SVT bendir á, að allir hafi ekki efni á rafbíl. Yfirmaður umferðarmála borgarinnar, Lars Strömgren, segir í SVT:

„Það eru ekki svo margir sem búa á þessu svæði – það eru að mestu vörusendingar hingað.“

Tilgangur ákvörðunarinnar er meðal annars að „stuðla að nýsköpun og breytingum“ segir Strömgren í P4 Stokkhólmi. Dennis Wedin borgarfulltrúi stjórnarandstöðunnar segir við TT:

„Þetta er hugmyndafræðileg táknræn pólitík.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa