Biden verðlaunar Stoltenberg með frelsisorðu forsetans

Jens Stoltenberg, fráfarandi aðalritari Nató, tók við frelsismerki forsetans frá Joe Biden Bandaríkjaforseta á þriðjudag.

Medalían var afhent við stutta athöfn á yfirstandandi leiðtogafundi Nató í Washington, D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Stoltenberg er fimmti aðalritari Nató sem hlýtur verðlaunin.

Joe Biden sagði við orðuveitinguna:

„Þú hikaðir ekki þegar stríð Rússa gegn Úkraínu hófst. Nató er sterkara, vísara og öflugra núna en þegar þú tókst við völdum.“

„Milljarður manna í Evrópu, Norður-Ameríku og í öllum heiminum mun uppskera ávexti vinnu þinnar á næstu árum í formi öryggis, tækifæra og aukins frelsis.“

Síðan Joe Biden tók við embætti forseta hefur hann veitt 38 manns frelsisorðuna, þar á meðal flokksbræðrum sínum þeim Nancy Pelosi og Al Gore, auk leikarans Denzel Washington.

Í október mun Stoltenberg hætta sem aðalritari Nató. Mark Rutte fv. forsætisráðherra Hollands mun taka við sem nýr aðalritari hernaðarbandalagsins.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa