Jens Stoltenberg, fráfarandi aðalritari Nató, tók við frelsismerki forsetans frá Joe Biden Bandaríkjaforseta á þriðjudag.
Medalían var afhent við stutta athöfn á yfirstandandi leiðtogafundi Nató í Washington, D.C., höfuðborg Bandaríkjanna. Stoltenberg er fimmti aðalritari Nató sem hlýtur verðlaunin.
Joe Biden sagði við orðuveitinguna:
„Þú hikaðir ekki þegar stríð Rússa gegn Úkraínu hófst. Nató er sterkara, vísara og öflugra núna en þegar þú tókst við völdum.“
„Milljarður manna í Evrópu, Norður-Ameríku og í öllum heiminum mun uppskera ávexti vinnu þinnar á næstu árum í formi öryggis, tækifæra og aukins frelsis.“
Síðan Joe Biden tók við embætti forseta hefur hann veitt 38 manns frelsisorðuna, þar á meðal flokksbræðrum sínum þeim Nancy Pelosi og Al Gore, auk leikarans Denzel Washington.
Í október mun Stoltenberg hætta sem aðalritari Nató. Mark Rutte fv. forsætisráðherra Hollands mun taka við sem nýr aðalritari hernaðarbandalagsins.