Jana Černochová, varnarmálaráðherra Tékklands, skorar á Tékkland að ganga úr Sameinuðu þjóðunum eftir að margir af fulltrúum SÞ hylla slátrun Hamas á 1.400 saklausum gyðingum.
Síðastliðinn föstudag mistókst að samþykkja breytingartillögu Kanada um að fordæma villimannlega slátrun Hamas á 1.400 gyðingum 7. október 2023 í suðurhluta Ísraels. Hamas myrti 1.400 óbreytta borgara í óvæntri árás þar á meðal 300 unglinga á tónleikum. Hamas tók einnig 229 gísla, þar af 30 börn og nokkrar konur og eldri borgara.
Fulltrúar SÞ höfnuðu að fordæma hryðjuverkaárás Hamas á gyðinga
Eftir að atkvæðagreiðslan mistókst þá fögnuðu margir nærstaddir því, að ekki var samþykkt að fordæma hryðjuverkaárás Hamas á gyðingum. Tvo þriðju hluta atkvæða hefði þurft til að tillagan yrði samþykkt. Virðist sem stór hluti fulltrúanna væri að klappa fyrir kaldrifjuðum fjöldamorðum á gyðingum. Sjá atkvæðagreiðsluna á myndskeiðinu hér að neðan:
Varnarmálaráðherrann vill að Tékkland yfirgefi Sameinuðu þjóðirnar
Tékkneski varnarmálaráðherrann hvatti á laugardag Tékkland til að yfirgefa Sameinuðu þjóðirnar í kjölfar gyðingahatursins á allsherjarþingsins.
Jana Černochová (í lausri þýðingu):
„ Ég veit að dagurinn í dag er mikilvægur dagur og við viljum fagna 105 ára afmæli lýðveldisins okkar. En fyrirgefið, það er einfaldlega ekki hægt. Fyrir réttum 3 vikum myrtu Hamas meira en 1400 Ísraela. Það eru fleiri fórnarlömb á hvern íbúa en þegar íslömsku vígasamtökin al-Qaeda frömdu hryðjuverkið 9/11/2001 í Bandaríkjunum. Aðeins 14 lönd, þar á meðal okkar land, stóðu uppi á skýran og skiljanlegan hátt gegn þeirri fordæmalausu hryðjuverkaárás sem Hamas-hryðjuverkamenn hafa framið. Ég skammast mín fyrir SÞ. Að mínu mati – þá á Tékkland ekki að búast við neinu af stofnun sem styður hryðjuverkamenn og virðir ekki grundvallarréttinn til sjálfsvarnar. Göngum út úr SÞ.“