Ekki til fangelsisrými til að taka við öllum dæmdum glæpamönnum í Svíþjóð

Martin Holmgren, yfirmaður fangelsanna í Svíþjóð leggst gegn tillögum ríkisstjórnarinnar um hertar refsingar sem leiðir til fleiri og lengri fangelsisdóma í Svíþjóð (mynd skjáskot SVT).

Fangelsisplássum þarf að fjölga verulega til að hægt verði að mæta lagakröfum sænsku ríkisstjórnarinnar um hertar refsingar. Martin Holmgren, yfirmaður fangelsanna, biður ríkisstjórnina um að fara sér hægar, svo hægt verði að byggja fangelsi í takt við breytingu laganna. Hann segir í viðtali við sænska ríkissjónvarpið SVT: „Það er ljóst, að við gætum sett marga fanga inn í íþróttahús fangelsanna, en þá erum við ekki að þjóna réttvísinni lengur.“

Skortur á plássi í fangelsum og fangageymslum í Svíþjóðar er mikill og það verður að stórauka það til að taka við öllum þeim glæpamönnum sem næst í. Þrátt fyrir að lítið af glæpum glæpahópanna upplýsist, bæði þyngri glæpir sem morð, sprengjuárásir og skotbardagar, þá hafa refsingar þyngst og lögreglan er duglegri við að handtaka fólk í dag en áður. Öll fangelsi landsinis eru yfirfull af glæpamönnum og ekkert pláss til fyrir fleiri. Til að leysa vandann eru bæði gerðar áætlanir um að byggja nýjar byggingar og láta fleiri fanga deila herbergjum.

Ekkert pláss til lengur

Martin Holmgren, yfirfangelsisstjóri ríkisins er áhyggjufullur út af plássleysinu. Hann segir:

„Ef þingið samþykkir allar umbætur á réttarfarssviðinu samtímis mun ekki verða hægt að taka við öllum dæmdum glæpamönnum. Það þarf að huga að annars konar refsingum sem einnig geta veitt góða félagslega vernd án þess að fólk sé endilega í fangelsi.“

Í því felst meðal annars rýmkuð skilorð, þar sem fleiri fangar ættu að fá rafræn fótjárn og vera undir eftirliti í stað þess að sitja í steininum. Holmgren leggur einnig til refsingar verði lækkaðar eða felldar niður hjá þeim afbrotamönnum sem hlotið hafa styttri fangelsisdóma og lítil hætta er talin á að þeir haldi áfram á sömu braut.

Þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar

Tillögur fangelsisstjórans ganga þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar og Svíþjóðardemókrata, sem vilja að fleiri verði dæmdir og refsingar hertar, sem leiða til lengri fangelsisdóma. Holmgren segir:

„Ef manni er sama um það sem við segjum um nauðsyn þess að létta á þrýstingnum á okkar enda, er hættan sú að við lendum í mjög óþægilegri stöðu. Það er ljóst að við gætum komið mörgum fyrir í íþróttahús fangelsanna en þá erum við ekki lengur með réttarfarskerfi. Þá höldum við fólki á þann hátt, að ekki er víst hvort það sé í samræmi við mannréttindasáttmála.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa