Elon Musk. Mynd © Steve Jurvetson(CC 2.0)
„Umhverfishreyfingin“ hefur farið út af sporinu og breyst í andúð á mannkyninu. Það útskýrði Elon Musk á fundi í Ítalíu um helgina (sjá myndskeið að neðan).
Elon Musk var ráðstefnugestur á fundi íhaldsmanna undir forystu Giorgia Meloni forsætisráðherra á Ítalíu. Hann varaði þar við umhverfishreyfingunni og sagði loftslagssinna farna að líta á mannkynið sem „eitthvað slæmt“:
„Sem umhverfisverndarsinni get ég sagt að umhverfishreyfingin hafi gengið of langt. Hún er farin að líta á fólk eins og að það sé plága á jörðinni.“
Kýrnar munu ekki eyðileggja plánetuna
Elon Musk neitar að trúa því, að kýr séu glæpadýr sem muni að lokum eyðileggja plánetuna. Heimsendaspámenn hafa fundið upp á því að glæpavæða búfénað sem séð hefur mannkyni fyrir mat frá örófi alda. Musk heldur áfram:
„Ekki hafa áhyggjur af kúnum. Þær munu ekki eyðileggja umhverfið. Búskapur og kýr hafa ekki teljandi áhrif á umhverfið.“
Loftslagsbreytingarnar munu ekki tortíma mannkyninu
Að sögn Musk er loftslagsviðvörunin ýkt:
„Viðvörun um loftslagsbreytingar er hreint út sagt ýkt litið til skamms tíma. Þær munu ekki eyða lífinu á jörðinni. Þær munu ekki tortíma mannkyninu.“
Verðum að trúa á framtíðina
Eins og Musk sér málin, þá er sýn hans á loftslaginu „mun raunsærri, réttari og skynsamlegri“:
„Ég held að við ættum ekki að glæpavæða olíu og gas. Við eigum að segja að þessi orkulind sé klárlega nauðsynleg bæði til skemmri tíma og einnig til lengri tíma litið. Það sem ég er að reyna að segja er, að við verðum að vera vongóð um framtíðina. Við skulum vera reiðubúin að mæta framtíðinni.“
Sjá ummæli Elon Musks á myndbandinu hér að neðan: