Frakkland bannar ímama frá öðrum löndum

Þegar Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, nefnir að hugsanlega þurfi að loka róttækum moskum til að berjast gegn íslamisma í Svíþjóð, þá ærast sumir í Svíþjóð, aðallega stjórnarandstaðan. Á sama tíma er þetta fullkomlega eðlileg ráðstöfun í Frakklandi. Frakkland tekur nýtt skref frá og með deginum í dag í baráttunni gegn íslamismanum. Múslímskir ímamar (æðstuprestar) frá öðrum löndum fá ekki að starfa í moskum landsins.

Undanfarin ár hefur Frakkland orðið fyrir mörgum íslömskum hryðjuverkum. Meðal annars var frönskukennari afhöfðaður af íslömskum hrottum. Frakkar hafa mörgum sinnum reynt að ráða við vandann með því að loka moskum, þegar grunur hefur verið um að róttækum íslamistaáróðri hafi verið dreift á staðnum.

Gérald Darmani innanríkisráðherra hefur hvatt ráðuneytin til að neita ímamum um dvalarleyfi, sem sendir eru til Frakklands frá öðrum löndum. Emmanuel Macron forseti tekur næsta skref í baráttunni gegn „íslömsku aðskilnaðarstefnunni“ í landinu. Frá og með áramótum verður erlendum ríkisborgurum bannað að starfa sem ímamar í moskum landsins. Morocco World News greinir frá.

Ákvörðunin á að koma í veg fyrir að ímamar landsins fái fjárstuðning frá erlendum ríkjum til að dreifa áróðri. Erlendir ímamar neyðast þá annað hvort að snúa aftur til heimalanda sinna eða fá sér aðra vinnu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa