Fyrirmynd vindmylla á Íslandi: Skrúfublöðin tætast sundur í roki

Í Bretlandi hefur verið meira rok en venjulega sem er aðeins smá sýnishorn af því sem íslenska veðráttan getur verið á þeim stöðum sem orkumálaráðherrann leyfir myllufurstum að reisa vindmyllur. Miðað við meðfylgjandi myndskeið er lífshættulegt að vistast í nágrenni slíkra vindorkuvera. Í stað þess að framleiða meira rafmagn, þá tætast skrúfublöðin sundur í roki og brotin þeytast hundruðum metra burtu frá myllustólpanum.

Nýlega náðist ein splundrandi vindmylla á myndband sem núna fer víða um samfélagsmiðla. Sést vel hvernig skrúfublöðin splundrast og þeytast burtu af gífurlegum krafti sem gæti hæglega drepið hvern þann sem verið hefði í veginum.

Kostar rúman hálfan milljarð íslenskar krónur

Atvikið átti sér stað í Ayrshire í Skotlandi og náðist á myndband. Má sjá að trén í kring eru umtalsvert ónæmari fyrir vindhviðum en vindmyllan. Auk hinnar miklu hættu sem steðjar að almenningi er ónýt vindmylla mikið efnahagslegt tjón. Ein vindmylla er sögð hafa kostað rúmlega hálfan milljarð íslenskra króna í byggingu.

Slökkvilið var kallað á vettvang þar sem kviknaði einnig í vindmyllunni sem ekki er óvenjulegt, þegar legur ofhitna og bræða úr sér og eldur kemst í glussaolíu. Sem betur fór í þetta sinn, var eldurinn ekki alvarlegur. Óveðrið sem hefur hlotið nafnið Gerrit og hefur farið yfir hluta Bretlands, hefur einnig valdið öðrum vandamálum. Rafmagnslínur hafa farið sundur meðal annars vegna trjáa sem falla á þær.

Gerrit hafði víða áhrif

Mörg heimili urðu rafmagnslaus og lestarumferð truflaðist. Yfirvöld ráðlögðu íbúum að fara ekki í ferðalög á meðan Gerrit væri á ferð. Ekki hefur verið tilkynnt um manntjón, hvorki í tengslum við vindmyllurnar eða annars skaða sem óveðrið olli. Þök fauk af nokkrum húsum og fólk fór burtu úr húsum, þótt þau væru talin örugg. Sums staðar var lokað fyrir umferð á vegum þegar vindurinn var hvað mestur. Ferjuumferð og flugi var einnig frestað.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa