Sorphneyksli í Svíþjóð – „Rusldrottningin“ kærð fyrir stærsta umhverfisafbrot í 50 ár

Samkvæmt sænska sjónvarpinu hafa ellefu manns verið ákærð í máli sem er lýst sem versta umhverfisglæpahneyksli í Svíþjóð í 50 ár. Sorpfyrirtækið „Think Pink“ er grunað um að hafa grafið og urðað úrgang á ólöglegan hátt á um 20 stöðum í Svíþjóð. Fimm eru ákærð fyrir alvarleg umhverfisbrot. Ein þeirra ákærðu, Bella Nilsson, var forstjóri fyrirtækisins og hefur breytt nafni sínu.

Sorpfyrirtækið NMT Think Pink stækkaði hratt og var hyllt á tíunda áratugnum. En fljótlega kom gagnrýni á, hvernig farið var með úrganginn. Grunur leikur meðal annars á, að fyrirtækið hafi fleygt og grafið niður sorp og byggingarúrgang á ólöglegan hátt á alls 21 stöðum í Mið-Svíþjóð.

200 þúsund tonn af ólöglegu sorpi

Einn af þeim stöðum þar sem sorpi var fleygt á ólöglegan hátt var sveitarfélagið Gullspång. Mikið magn af iðnaðarúrgangi var geymt í vöruhúsi sem kviknaði í í febrúar 2019. Mjög erfitt var að slökkva eldinn og eiturefni bárust út. Kostnaður í tengslum við brunann nam um sjö milljónum sænskra króna sem ríkið greiddi að mestu fyrir sveitarfélagið. Göteborgs-Posten hafði samband við 15 sveitarfélög og skrifar að yfir 200 þúsund tonn af sorpi hafi verið skilin eftir á ýmsum stöðum.

Ellefu manns hafa verið ákærð, þar af fimm fyrir alvarlega umhverfisglæpi. Anders Gustafsson sem leiðir rannsókn málsins segir:

„Þessi rannsókn, þessi glæpur, er stærsti umhverfisglæpur í Svíþjóð miðað við umfang og skipulag.“

Neita sök

Forstjóri fyrirtækisins, Bella Nilsson, hefur sjálf gefið sér nafnbótina „rusldrottningin.“ Hún segist vera saklaus. Allir sem hlut eiga að máli neita sök. Hún og aðrir helstu grunaðir eru meðal annars ákærð fyrir að hafa tekið þátt í að flytja þúsundir tonna af óflokkuðum byggingar- og niðurrifsúrgangi gegn greiðslu og síðan pakkað úrganginum inn í plastbagga sem notaðir voru sem fyllingarefni. Ekki er enn ljóst hvenær réttarhöld hefjast. Yfirheyra á 150 manns meðan á yfirheyrslunni stendur, sem búist er við að taki nokkrar vikur. Bella Nilsson er áður kærð fyrir bókfærslubrot og fjárhagssvindl varðandi fatafellufyrirtæki í Svíþjóð.

Sjá nánar hér

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa