Glæpahóparnir fara ekki í jólafrí – einn í lífshættu eftir skotárás á veitingastað í Västerås

Um níuleytið á jóladagskvöld hófst skotárás inni á veitingastaðnum Pitchers í miðbæ Västerås í Svíþjóð. Um 30 gestir voru á staðnum. Samkvæmt vitnum var skothríð með mörgum skotum á staðnum. Algjör ringulreið varð í kjölfarið. Sumir veitingagestir köstuðu sér á gólfið og aðrir reyndu að flýja út. Fórnarlambið var á aldrinum 25-35 ára og búsettur í Västerås. Hann var fluttur á sjúkrahús og er í lífshættu. Lögreglan hefur aldrei haft afskipti af honum áður.

Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í kjölfar skotárásarinnar. Þrátt fyrir skotárásina í hverfi með veitinga- og skemmtistöðum, þá virtist hún ekki hafa haft mikil áhrif á íbúa Västerås. Expressen greinir frá því, að langar biðraðir hafi verið að veitingahúsum eftir skotárásina.

Klukkutíma eftir skotárásina varð önnur skotárás í Erikslund-hverfinu í Västerås.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa