Þýska lögreglan virti ekki „kirkjuhæli“ og sótti tvo menn sem vísa átti úr landi

Töluvert uppnám varð fyrir jólin í borginni Schwerin í Þýskalandi, þegar lögreglan fór með valdi inn í kirkju til að handtaka tvo afganska menn sem vísa átti úr landi, að sögn þýsku fréttastofunnar NDR.

Vinstri sinnuðum prestum í Þýskalandi hefur tekist að koma í veg fyrir þúsundir brottvísana með því að bjóða ólöglegum innflytjendum „griðastað í kirkjunni“ sem lögreglan og þýska ríkið hafa óformlega viðurkennt, þrátt fyrir að hælisformið hafi alls enga stoð í lögum.

Hótaði að skaða sjálfa sig og börnin sín

Alls voru sex fjölskyldumeðlimir, þar af þrjú lítil börn, í söfnuði Péturskirkju mótmælenda í Schwerin þegar atvikið átti sér stað. Mennirnir tveir í fjölskyldunni sem vísað var úr landi voru 18 og 22 ára. Þegar lögreglan kom á staðinn, þá hótaði móðir mannanna að „skaða sjálfa sig og börn sín“ ef lögreglan færi ekki. Í stað þess að verða við kröfum konunnar sendi lögreglan hins vegar sérsveit sem fór inn með hamri og keðjusög.

Lögreglan notaði þessi verkfæri vegna þess að hún taldi, að fjölskyldan hefði læst sig inni í húsnæðinu. Lögreglan komst að því að konan sem ógnaði lögreglunni var vopnuð tveimur hnífum og að 13 ára dóttir konunnar var einnig vopnuð hníf í kirkjunni. Lögreglan segir að allir hafi verið handteknir með „einföldu líkamlegu valdi“ og að ekki hafi þurft að grípa til vopna við handtökuna.

Constanze Oehlrich, talsmaður þýska umhverfisflokksins í innflytjendamálum, fordæmdi innbrot lögreglunnar í kirkjuna og krefst þess að brottvísunin verði afturkölluð. Franz Robert Liskow, talsmaður kristdemókrata, CDU, telur hins vegar að lögreglan hafi brugðist rétt við.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa