Græn fjárfesting Þýskalands hefur endað í fullkomnu skipsbroti

Jan Eriksson fjárfestir og athafnamaður skrifar grein á sænska epochtimes.se þar sem hann varar við hvernig græn fjárfesting Þýskalands hefur endað með ósköpum.

Hvernig lítur niðurstaðan út í Þýskalandi eftir að ákvörðun var tekin árið 2009 um að hefja lokun allra kjarnorkuvera landsins sem átti að vera lokið árið 2022?

  • Pólland og Tékkland byggðu ný kolaorkuver og juku núverandi framleiðslu til að mæta eftirspurn eftir raforku sem (græna) Þýskaland neyddist til að kaupa.
  • Þýskaland hefur hingað til byggt yfir 30.000 vindmyllur.
  • Þýskaland er að byggja ný kolaorkuver til að mæta rafmagnsskorti í landinu.
  • Þýskaland er að byggja nýja jarðgasverksmiðju.

Vindmyllur Þýskalands samsvara losun alls sænska bílaflotans í 100 ár

Heildarsteypuframleiðsla til að fylla undirstöðurnar fyrir þessar 30.000 vindmyllur eru 16,5 milljónir tonn enn sem komið er, sem samsvarar koltvísýringslosun við framleiðslu á 11,7 milljörðum tonna af koltvísýringi, sem samsvarar nánast losun alls bílaflota Svíþjóðar á 100 árum. Þetta er aðeins steypan í grunninn. Það sem ekki er innifalið:

  • Allar flutninga- og vinnuvélar.
  • Framleiðsla á öllum hlutum fyrir 30.000 vindmyllur (rafalar og stöðug skipti, trefjaplastvængir sem ekki er hægt að endurvinna o.s.frv.).
  • 271 milljarður tonna af möl (mulin). Með því magni getum við fyllt allt Vänern (þriðja stærsta stöðuvatn Evrópu) og hálft Vättern vatn (sjötta stærsta vatn Evrópu).
  • 1 milljón tonn af járnabindingum (Með þessu miklu stáli getum við sett upp Eiffel turn í öðru hverju landi í heiminum).
  • Þúsundir kílómetra af vegi.
  • Hundruð þúsunda kílómetra af kapalgreftri.
  • Framleiðsla á hundruðum þúsunda kílómetra af rafmagnsköplum.
  • Eyðing skógar sem samsvarar um það bil 10.000 ferkílómetrum.

Miklu meira er hægt að skrifa um þau geðveiku loftslagsáhrif sem græn umskipti Þýskalands yfir í vindorku hafa haft og hafa enn.

Rafmagnsleysið staðreynd

Það má án efa draga þá ályktun að græn fjárfesting Þýskalands hafi endað með algjörum hörmungum, koltvísýringslosun vegna grænu umskiptanna hafa aukist verulega. Rafmagnsleysið í landinu er staðreynd, notkun jarðefnaeldsneytis getur ekki einu sinni haldið uppi stöðugri raforkugetu. Hámarkinu er náð, þegar Þýskaland neyðist síðan að slökkva á rafmagni til fjölda iðnaðarsvæða til að hægt sé að sinna nauðsynlegum þörfum heimilanna.


„Það má án efa fullyrða, að græn fjárfesting Þýskalands hafi endað með fullkomnu skipsbroti.“


Á meðan framkvæmt er í nafni umhverfis og sjálfbærni, þá skiptir engu máli hvaða gjörsamlega óraunhæfar aðgerðir eru framkvæmir. Né hræðilegar afleiðingar þessara framkvæmda fyrir umhverfið sem verið er að bjarga.

Í dag stendur Svíþjóð fyrir um það bil 0,2% af heildarlosun koltvísýrings í heiminum. Ef við setjum upp vindmyllur með fram allri ströndinni og á öllum þeim landflötum sem mögulegt er og leggjum niður LKAB, SSAB, Preem og Cementa, þá náum við vonandi niður í um 0,1% af heildarlosun koltvísýrings í heiminum. Afleiðingin er eyðilagt umhverfi, óstöðugt rafmagn og gjörsamlega hrunið sænskt hagkerfi.

Hverjum hjálpar það?

Jens Eiríksson
Frumkvöðull og fjárfestir í nýstárlegri umhverfistækni

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa