Fylla á strendur Svíþjóðar með vindmyllum

Margir Svíar gerðu sér vonir um að ný ríkisstjórn myndi stíga á bremsuna, vegna fyrirhugaðra stórframkvæmda við byggingu vindorkuvera við strendur Svíþjóðar. En núna berast þær fréttir, að ríkisstjórn Svía gefi leyfi fyrir að minnsta kosti 1.500 nýjum vindmyllum.

Um er að ræða tvö stór strandvindorkuver: Eitt í Norðursjó fyrir utan Kungälv og Öckerö sem kallast „Vestanvindur“ og annað á milli eyjaklasans við Austur-Gotland og Gotlands í Eystrasalti sem hefur hlotið nafnið „Sjógangur.“

Opnað á rannsóknir

Ákvörðun sænsku ríkisstjórnarinnar þýðir ekki að byrjað verði strax að setja byggja vindmyllurnar. Fyrst þarf að rannsaka aðstæður. Þar á eftir mun Jarðfræðistofnun Svíþjóðar (SGU) kanna möguleikana á að leggja neðansjávarstrengi frá þessum vindorkuverum og viðkomandi lénsstjórnir að skila sínu áliti . Samtals er um að ræða að minnsta kosti 1.500 nýjar vindmyllur með fram ströndunum. Aðallega eru það Frjálslyndir í ríkisstjórninni, undir forystu Rominu Pourmokhtari, loftslags- og umhverfisráðherra, sem beita sér fyrir þessum vindmylluáformum. Mörg bráðabirgðaleyfi hafa einnig verið gefin út til nýrra vindorkuvera.

Í fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar segir Pourmokhtari að:

„Ströng og umfangsmikil vinna er í gangi […] við að undirbúa allar umsóknir sem borist hafa frá aðilum sem vilja reisa ný vindorkuver úti á hafi.“

Hluti af „loftslagsbreytingunum“

Romina Pourmokhtari, umhverfisráðherra Svíþjóðar

Rökstuðningur loftslags- og umhverfisráðherra er að fylla þurfi sænsku strendurnar af vindmyllum sem hluta af „loftslagsbreytingunum“ til að ná loftslagsmarkmiðum fyrir árið 2045.

Gagnrýnendur telja hins vegar, að Svíar hafi þegar unnið sinn hluta af þeirri vinnu og í grundvallaratriðum sé losunin núll. Aðrir telja að fjárfesta beri í kjarnorku í staðinn sem er bæði öruggara og sjálfbærara gagnvart umhverfinu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa