Loftslagasaðgerðasinnar ráðast á Mónu Lísu

Eitthvað virðist heimsendafólkið og hamfarahlýnunarprédíkarar vera uppiskroppa með rök. Hið heimsfræga málverk af Mónu Lísu sem heillað hefur margan manninn með dularfullu brosi sínu í túlkun Leonardo da Vinci lenti bókstaflega í súpunni í gær sunnudag.

Tvær loftslagskonur skunduðu að málverkinu sem hangir á Louvren í París og fleygðu á það súpu. Hrópuðu konurnar „Landbúnaðurinn er sjúkur“ og kröfðust þess að fá „heilbrigðan og haldbæran mat.“

Atburðurinn festist á myndband sem núna er dreift á samfélagsmiðlum (sjá að neðan).

Þrátt fyrir súpuárásina heldur Móna Lísa brosi sínu sem kannski fær nýja merkingu eftir súpuárásina. Hún er nefnilega á bak við öryggisgler og varð sjálfri ekki meint af ódæðinu. Hvernig súpudrekkt Móna Lísa hefði bjargað loftslaginu er óþekkt mál. Einnig efnið í súpunni sem loftslagsárásarkonurnar blönduðu saman. „Ekki var það íslensk kjötsúpa heillin“ gæti ýsukona nútímans sagt.

Móna Lísa brosir að þessum vitleysingum sem eru fórnarlömb þeirrar lygi að landbúnaðurinn sé umhverfisógn. Ef hún gæti blikkað auganu gerði hún það eflaust til þeirra þúsunda bænda sem lokuðu höfuðborginni fyrir helgi í mótmælum gegn aðför ríkisstjórnar Macron að landbúnaðinum. Ríkisstjórnin neyðist til að ræða beint við bændurna núna. Það ættu náttúrulega súpukastandi konur líka að gera. En þora ekki. Árásarkonurnar eiga því eftir að súpa seyðið af framkomunni.

En Móna Lísa verður áfram á sínum stað. Eins og jörðin og það sem hún gefur.

Sjá má súpukastið á myndskeiðinu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa