Hæstiréttur Bandaríkjanna: Ríkisdómstólar geta ekki útilokað Trump frá kjörseðlinum

Í desember úrskurðaði hæstiréttur Colorado fylkis í Bandaríkjunum að „uppreisnarákvæði“ stjórnarskrárinnar banni Donald Trump fyrrverandi forseta að vera með á kjörseðlinum fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur núna hnekkt þessu með nýjum dómi.

Að sögn ríkisdómstólsins í Colorado bar að skilgreina óeirðirnar við Bandaríkjaþing, Capitol 6. janúar 2021, sem uppreisn. Sagði Colorado dómstóllinn að Trump hefði verið þátttakandi í „uppreisninni.“ Trump hefði þar með fyrirgert rétti sínum að bjóða sig fram til opinbers embættis forseta Bandaríkjanna, þar sem 14. grein stjórnarskrá Bandaríkjanna heimilaði ekki slíkt.

Samhljóða mat allra níu dómara hæstaréttar

Hæstiréttur Bandaríkjanna var ósammála skilgreiningu Colorado dómsstólsins og skrifar í ákvörðun sinni:

„Úrskurður okkar er, að ríki geti svift vanhæfa einstaklinga að gegna eða leitast við að gegna ríkisembættum. En ríki hafa ekkert vald til að framfylgja 3. kafla stjórnarskrárinnar varðandi embætti alríkisins, sérstaklega varðandi forsetaembættið.“

Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna:

Blaðamannafundur Donald Trump eftir úrskurð Hæstaréttar:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa