Hótun Bandaríkjanna: Nató fer í stríð við Rússland ef Úkraína tapar

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, varaði við því á fimmtudag að NATO yrði dregið í stríð við Rússland ef Úkraína yrði sigruð. Ráðherrann telur að Vladimír Pútín Rússlandsforseti verði ekki sáttur við aðeins einn sigur í Úkraínu.

Austin kom með þessa hótun eftir að hafa verið spurður hvað myndi gerast, ef Bandaríkjaþing stöðvaði nýjan 60 milljarða dollara hernaðarpakka til Úkraínu sem ríkisstjórn Joe Biden fer fram á. Austin sagði:

„Við vitum, að ef Pútín gengur vel, þá mun hann ekki hætta. Hann mun halda áfram að grípa til harðari aðgerða á svæðinu. Aðrir leiðtogar um allan heim, aðrir einræðisherrar, munu sjá það og verða hvattir af þeirri staðreynd að þetta gerðist og að okkur mistókst að styðja lýðræðið.“

Austin nefndi Eystrasaltslöndin – Lettland, Litháen og Eistland – sem sérstaklega viðkvæm fyrir útþenslu Pútíns í framtíðinni. Öll þrjú löndin eru aðildarríki Nató, sem þýðir að Rússar myndu í meginatriðum lýsa yfir stríði á hendur öllu varnarbandalaginu með því að ráðast á eina af þessum þjóðum.

„Eystrasaltsríkin hafa miklar áhyggjur af því, hvort þau séu næst í röðinni eða ekki. Þau þekkja Pútín og vita hvers hann er megnugur… Í hreinskilni sagt, ef Úkraína fellur, þá efast ég ekki um að Nató fari í stríð við Rússland.“

Heyra má ummæli Austin á myndskeiðinu hér að neðan:


Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa