Orbán: Kosningarnar til ESB-þingsins snúast um stríð eða frið

Pólitíska áherslan í Evrópu er á ESB kosningarnar í sumar. Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands lætur sig kosningarnar skipta máli og telur þær geta haft áhrif á hvort samið verði um frið í Úkraínu. Hann hefur einnig sagt að kosningarnar standa á milli stefnu sjálfstæðra þjóða og glóbalismans.

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands, hélt ræðu í Búdapest s.l. föstudag í tilefni af afmæli ungversku byltingarinnar 15. mars 1848. Þá reyndi Ungverjaland að slíta sig frá austurríska heimsveldinu, sem leiddi til sjálfstæðisstríðs sem var barið niður árið 1849. Stríðið leiddi engu að síður til þess, að Ungverjaland fékk meira frelsi innan heimsveldisins.

Ekki fyrsta heimsveldinu sem mistekst

Í ræðunni lyfti Orbán fram hliðstæðum byltingarinnar 1848 og andstöðu Ungverjalands gegn tilraunum ESB til að auka völdin yfir landinu í dag. Margir þora ekki að fara gegn Brussel á sama hátt og margir voru hræddir við að standa uppi í hárinu á Austurríki á 19. öld. Orbán sagði skv. Budapest Times:

„Brussel er ekki fyrsta heimsveldið sem hefur metnað gagnvart Ungverjalandi. Á síðustu 500 árum hafa þeir komist að því, að hvorki kúgun, mútur né ofbeldi hafa nein áhrif.“

Við munum sjálf breyta Evrópusambandinu

Hann fjallaði einnig um, hvernig ESB vinnur að því að halda stríðinu gangandi í Úkraínu í stað þess að stuðla að friði. Hann benti á hvernig evrópska ofurríkið reynir að þröngva fjöldainnflutningi á aðildarríkin, hvernig löndin og þar með fólkið eru sett í skuldafjötra til að fjármagna stefnu Evrópusambandsins (hernaðarstuðning við Úkraínu og róttækar loftslagsbreytingar) og hvernig kynjaaðgerðasinnar ná völdum yfir börnum íbúa á meginlandinu. Orbán vísaði til þingkosninga ESB í júní í sumar. Spár benda til þess að íhaldsmenn muni alls staðar sækja fram:

„Ef við viljum viðhalda frelsi og sjálfstæði Ungverjalands, þá eigum við ekki annarra kosta völ en að taka Brussel. Við munum þramma núna í áttina að Brussel og innleiða sjálf allar nauðsynlegar breytingar á Evrópusambandinu.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa