Sænskur prófessor var rekinn frá Harvard fyrir að gagnrýna bólusetningaþvinganir

Sænski sóttvarnalæknirinn Martin Kulldorff, prófessor í læknisfræði við Harvard háskóla síðan 2003, segir að hann hafi verið rekinn frá hinni virtu stofnun. Ástæðan er sögð vera sú að hann gagnrýndi bólusetningarþvinganir og langvarandi lokunarstefnu meðan á heimsfaraldrinum stóð.

Martin Kulldorff segir í viðtali við City Journal:

„Ég er ekki lengur prófessor í læknisfræði við Harvard. Kjörorð Harvard er veritas, latína fyrir sannleika. En það sem ég uppgötvaði er, að sannleikurinn getur leitt til þess, að þú verður rekinn.“

Ráðist á þá sem stóðu að baki Great Barrington yfirlýsingunni ár 2020

Kulldorff var áberandi andstæðingur nauðungarbólusetninga og lokunar skóla á tímum kórónufaraldursins. Ásamt öðrum prófessorum gaf hann út hina svokölluðu Great Barrington-yfirlýsingu árið 2020, sem rökstuddi aldursmiðaða vernd í stað alhliða lokunar. Áhersla yrði lögð á að vernda aldraða á meðan yngra fólk fengi að lifa sínu lífi nánast eins og venjulega.

Þetta leiddi til þess að hann eignaðist marga óvini. Ráðist var á hann og hina prófessorana fyrir að neita að samþykkja, að takmarkanirnar væru vísindaleg ráðstöfun, að sögn Kulldorff. Prófessorinn segir í City Journal:

„Yfirlýsingin gerði það ljóst, að engin vísindaleg samstaða var um að loka skólum ásamt mörgum öðrum lokunaraðgerðum. Viðbrögðin voru auknar árásir og ærumeiðingar.“

Sannleikurinn ekki hafður að leiðarljósi við Harvard

Martin Kulldorff segir að þær ráðstafanir sem gripið var til hafi verið „óvísindalegar og siðlausar.“ Hann lyftir fram náttúrulegu ónæmi gegn Covid-19 og öðrum sjúkdómum og segir:

„Það góða við ónæmiskerfi okkar er, að þeir sem ná sér eftir sýkingu eru verndaðir ef og þegar þeir verða fyrir veirunni aftur.“

Kulldorff kemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að flestir starfsmenn Harvard séu enn „að leita sannleikans af kostgæfni á ýmsum sviðum“ þá hafi sannleikurinn „ekki verið leiðarljós stjórnenda Harvard.“ Kullldorff bætir við:

„Akademískt frelsi, vitsmunaleg forvitni, sjálfstæði frá utanaðkomandi öflum eða umhyggja fyrir venjulegu fólki hefur heldur ekki verið leiðarljós við ákvarðanir þeirra.“

Háskólar ættu að skipuleggja opnar og siðmenntaðar umræður í leit að sannleikanum

Sænski prófessorinn segir að Harvard verði að snúa aftur til „akademísks frelsis“ og stöðva „afneitunarmenninguna“ ef skólinn vilji „endurheimta og öðlast traust almennings.“

„Þegar fræðimenn hafa mismunandi skoðanir á efni sem eru mikilvæg fyrir almenning ættu háskólar að skipuleggja opnar og siðmenntaðar umræður í leit að sannleikanum. Harvard hefði getað gert það – og þeir geta enn, ef þeir vilja.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa