Svíar þurfa að vakna – Ný Kóranbrenna í Stokkhólmi

Á föstudaginn var haldin önnur Kóranbrenna í miðborg Stokkhólms undir stjórn kvenkyns prests, Jade Sandberg. Við hlið sér hafði presturinn vin sinn, Salwan Momika frá Írak sem hélt Kóranbrennur áður í Svíþjóð sem vöktu heimsathygli.

Hin 48 ára gamla Jade Sandberg brennir Kóraninn reglulega í miðborg Stokkhólms og hún kallar hina meintu heilögu ritningu „galdrabók Satans.“ Hún sagði í viðtali við Samnytt:

„Ég hef séð íslamavæðingu Svíþjóðar. Þetta hefur þegar sést í nokkur ár. Þú getur séð hvernig hún dreifist út um allt. Frá miðasölum lestanna og ræstingum upp á stjórnmálastigið. Keyrt er yfir hvernig sænskir ​​íbúar og líka þeir sem eru ekki sænskir vilja hafa hlutina.“

„Þar sem ég trúi á Jesú Krist og hef kristna trú og Biblíuna að leiðarljósi, þá tel ég að sú trú eigi að gilda í Svíþjóð, á Norðurlöndunum og í Evrópu. Íslam með moskum sínum og öllu tilheyrandi á ekki heima hér.“

„Galdrabók Satans“ brennur í miðborg Stokkhólms

Jade Sandberg er prestur í almennu apostolísku kirkjunni (AAK) sem er gömul kaþólsk kirkja, óháð rómersku-kaþólsku kirkjunni sem páfinn stjórnar. Jade vígðist til prests 2019 en varð að skila inn hempunni í fyrra eftir að sænska kirkjan hafði samband við kirkju hennar. Hún segir að það sé vegna skoðana hennar á Íslam. Málgagn jafnaðarmanna í Svíþjóð, Aftonbladet, nefnir hana í grein um „erfiðasta innflytjenda Svíþjóðar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa