Persónuverndarstofnun Svíþjóðar hafnar líffræðilegum vegabréfum

Sænska persónuverndarstofnunin – „Integritetsskyddsmyndigheten“ IMY, gagnrýnir tillögu um að veita lögreglu aðgang að vegabréfum tengdum DNA. Stofnunin bendir m.a. á hættuna á því, að slík skrá verði misnotuð eða notuð af óviðkomandi.

Í sumar kynnti sænska ríkisstjórnin rannsókn þar sem lagðar voru fram tillögur um auknar heimildir lögreglu til að nota líffræðileg gögn við rannsóknir, svo sem skrár með fingraförum, DNA, andlitsmyndir og raddupptökur. Ein af tillögunum var að tengja þessa tegund upplýsinga við skráningu vegabréfa.

Sérstaklega rík persónuvernd gildir um líffræðileg gögn

IMY telur að líffræðileg gögn af þessu tagi séu afar viðkvæm varðandi persónuvernd einstaklingsins og gagnrýnir harðlega tillögu ríkisstjórnarinnar. Stofnunin skrifar í fréttatilkynningu:

„Gögnin eru einnig varanleg. Það er til dæmis ekki hægt að breyta fingraförum. Ef gögnin falla í rangar hendur verður erfitt að lagfæra það síðar. Í lögum um persónuvernd njóta líffræðileg gögn því sérstaklega ríkrar verndar.“

Brýtur gegn stjórnarskrá Svíþjóðar

Jafnframt bendir IMY sérstaklega á hættuna á að búa til vegabréfaskrá með tilheyrandi líffræðilegum gögnum, meðal annars vegna þess að óviðkomandi geti komist yfir skrána og misnotað. Lisa Zettervall, lögfræðingur hjá IMY, segir:

„Það væri mikil grundvallarbreyting að gera vegabréfaskrána að líffræðilegri tölfræðiskrá til að nota í baráttunni gegn glæpum. Persónuverndarreglur leyfa ekki, að hægt sé að nota svona viðkvæmar upplýsingar á almennan og óaðgreindan hátt um fólk sem hvorki er grunað né dæmt fyrir glæp.“

„Við metum að þessi tillaga stangist bæði á við sænsku stjórnarskrána og lög ESB og leggjumst því gegn því, að tillagan verði framkvæmd.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa