Myndskeið sem sýnir hvernig rakettu er skotið inni í troðfullum skólastrætó í Saltsjöbaden fyrir sunnan Stokkhólm hefur leitt til umræðu um hvernig megi „rjúfa aðskilnaðinn.“ Sveitarfélagið bregst við með því að setja öryggisverði í strætisvagnana.
Myndbandið, sem tekið var upp á mánudag í skólabíl milli Saltsjöbaden og Fisksätra í Suður-Stokkhólmi hefur farið víða á samfélagsmiðlum.
Slagsmál og rakettur hversdagsmatur
Einn þeirra sem birti myndbandið er Jonathan Kärre, blaðamaður og álitsgjafi en hann býr sjálfur í Saltsjöbaden. Hann skrifar á X (sjá að neðan):
„Slagsmál, óeirðir og flugeldar sem skotið er á aðra eru hversdagsmatur. Strætisvagnabílstjórinn gerir ekkert þrátt fyrir gífurlegan reyk og eldhættu. Þannig lítur þetta líklega út víða þessa dagana.“
Fáum leyft að eyðileggja fyrir öllum hinum
Kärre býður til „umræðu um hvernig við ætlum að rjúfa aðskilnaðinn í Svíþjóð.“ Hann heldur áfram:
„Það eru oft slagsmál á strætóstöð Samskolans. Strákahóparnir magna ruglið sífellt upp á nýtt stig. Spyrja má hvers vegna sveitarfélagið/skólinn í Nacka sætti sig við það ástand, að fáum leyfist að eyðileggja fyrir öllum öðrum. Þetta hefur verið í gangi í langan tíma og bara sést til öryggisvarða einstaka sinnum.“
Britta Wikman, skólastjóri Samskólans í Saltsjöbaden, hefur sent foreldrum bréf vegna málsins:
„Við erum öll mjög hneyksluð á því sem gerðist. Skólinn og farþegar strætisvagnsins hafa kært málið til lögreglunnar.“
Atburðurinn kærður til lögreglu
Sveitarfélagið Nacka lagði einnig fram tvær ákærur: eina fyrir sköpun hættu fyrir aðra og aðra fyrir meðhöndlun raketta án leyfis. Skólastjórinn Britta Wikman segir við Nacka Värmdö Posten að með hjálp myndarinnar hafi skólinn borið kennsl á þá nemendur sem talið er að hafi skotið rakettunni:
„Við höfum átt samtöl við nemendur sem hafa verið auðkenndir á myndinni og höfum haft samband við foreldra og rætt um það í kennslustofum og upplýst á innri vef skólans. Við fylgjum þessu líka eftir í samvinnu við lögreglu og félagsmálastofnun.“
Mats Gerdau, formaður bæjarstjórnar Nacka, segir við Expressen að eftirlitsmenn verði staðsettir í strætisvögnum eftir atburðinn:
„Þeir hafa ekki sama vald og öryggisverðirnir hafa. En þeir geta samt lagt sitt af mörkum til að skapa fullorðna nærveru, sýna rósemi og minna á yfirvöld.“