Soros fækkar áróðursskrifstofum og segir upp 40% af starfsfólki

Soros feðgarnir George 92 ára gamall t.v. og sonur han Alex 37 ára gamall t.h.

Núna er George Soros að draga sig út úr alþjóðastofnunum sínum og næsta kynslóð Soros tekur við en það er sonurinn Alex sem er að sögn mun róttækari en faðir sinn.

Hinn 37 ára gamli Alex Soros er þekktur fyrir ofur-frjálshyggju. Hann hefur heitið því að útfæra enn frekar áhugamál föðursins varðandi kosningarétt, rétt til fóstureyðinga og jafnrétti kynjanna.

Opið samfélag notað til stjórnmálaáhrifa vinstri stefnu

Soros hefur í áraraðir kynnt undir vinstri snúning stjórnmálanna víða um heim í stofnunum sínum „Opið samfélag“ – Open Society Foundations, OSF. Núna verður fjölda alþjóðlegra skrifstofa þessara stofnana lokað og yfir 40% af starfsfólkinu sagt upp. Samkvæmt innri tölvupósti sem Bloomberg sá, mun OSF loka sex skrifstofum í Afríku. Einnig verður skrifstofum í Baltimore og Barcelona lokað.

Áður hafði Inside Philanthropy greint frá því, að OSF hafi fjarlægt á annan tug skrifstofa í Asíu og Afríku af vefsíðu sinni. Þessi breyting er söguleg í ljósi þess, að meint góðgerðarstarfsemi OSF hefur verið notuð til að efla pólitíska stefnu vinstri manna um allan heim. Stofnanir George Soros sem sagðar eru metnar á um 25 milljarða dollara, hafa í mörg ár verið aflgjafi í fjármögnun margra illra málefna.

Niðurskurðurinn er umtalsverður og hefur áhrif á mikilvæga staði, þar á meðal Addis Ababa, Eþíópíu; Kampala, Úganda; Höfðaborg, Suður-Afríka; Kinshasa, Alþýðulýðveldið Kongó; Abuja, Nígería; og Freetown, Sierra Leone. Skrifstofur í Nairobi, Kenýa; Dakar, Senegal; og Jóhannesarborg, Suður-Afríku, verða áfram starfræktar.

Hætta fjármögnun innan ESB

Blomberg skrifar: Talsmaður OSF neitaði að tjá sig um neinar tölur fyrr en samningaviðræðum væri lokið. Góðgerðarstofnunin, sem starfar í fimm heimsálfum, mun nota nýtt „tækifærislíkan“ í rekstrinum, þótt óljóst sé um hvers konar tækifæri er að ræða. Starfsmönnum sem verða fyrir niðurskurðinum í Afríku er boðið að sækja um störf „innan lögsögu þeirra“ samkvæmt tölvupósti frá aðstoðarforstjóra OSF, Binaifer Nowrojee.

OSF sendi styrkþegum tilkynningu í ágúst og sagðist ætla „að hætta að mestu leyti fjármögnun innan Evrópusambandsins og að frekari fjármögnun yrði afar takmörkuð.“ Á ráðstefnu í Austurríki síðar í sama mánuði mótmælti Alex Soros fréttum um að minnka ætti starfsemi OSF í Evrópu. Alex Soros sagði þá:

„Það eru mér fréttir, að OSF sé að yfirgefa Evrópu. Það var greint frá því í ýmsum miðlum að það væri raunin en við erum aðeins að breyta stefnu okkar.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa