Hátt orkuverð tók fleiri af lífi en Covid

UPPFÆRT 24.okt 2023. Gagnrýni hefur komið á tölur og líkan The Economist og því ber að taka tölurnar með varkárni. Tilvísun í grein The Economist er á bak við greiðsluvegg og því var tekið eftir öðrum miðli um innihaldið. Nánar um málið síðar. GAS.

Breska viðskiptablaðið The Economist hefur gert líkan sem áætlar, að hið háa orkuverð í Evrópu hafi kostað 68.000 mannslíf síðasta vetur.

The Economist fullyrðir, að hátt orkuverð kunni að hafa líflátið fleiri Evrópubúa en Covid-19 síðasta vetur. Meðal annars sem afleiðing af háu gasverði vegna Úkraínustríðsins. Að sögn blaðsins olli hið háa orkuverð því, að fólk hitaði ekki upp heimili sín sem skyldi. Að búa við kulda eykur hættuna á hjarta- og öndunarerfiðleikum.

Líkan The Economist byggir á athugun á umframdauða í 28 Evrópulöndum. Þau lönd sem höfðu flest dauðsföll höfðu einnig almennt séð mestu hækkun orkukostnaðar. The Economist skrifar:

„Við áætlum að verðhækkun upp á um 0,10 evrur á kWst — sem er um 30% af meðalraforkuverði síðasta vetrar — hafi tengst hækkun á vikulegri dánartíðni í viðkomandi landi um 2,2%. Ef rafmagnið hefði kostað það sama síðasta vetur og það gerði árið 2020, þá hefði líkanið okkar búist við 68.000 færri dauðsföllum í Evrópu, sem er 3,6% lækkun.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa