Svíþjóð leiðandi í glæpamennsku Norðurlanda

Svíþjóð sker sig úr í tölfræðinni þegar kemur að glæpum. Ekkert sambærilegt land í Evrópu kemst með tærnar þar sem Svíþjóð hefur hælana varðandi vandamál með innflytjendatengda skipulagða glæpastarfsemi. Anders Thornberg ríkislögreglustjóri segir: „Ég hef verið lögreglumaður í 40 ár. Ég hef aldrei áður lent í aðstæðum eins og eru núna. Þetta er fordæmalaust.“

Í nýlegri skýrslu GI, Global Initiative (sjá pdf að neðan) er Svíþjóð flokkað sem glæpsamlegasta landið í Norður-Evrópu. Hvergi er útbreiðsla glæpastarfsemi með fíkniefnaviðskipti, smygl og velferðarsvik jafn mikil og skilar jafn miklum tekjum til hinnar skipulögðu glæpastarfsemi eins og í Svíþjóð.

Anders Thornberg ríkislögreglustjóri segir reynslu hans í stöðunni vera samhljóða tölunum. „Ástandið er verra en nokkru sinni fyrr“ segir hann. Loforð fyrri ríkisstjórna um að „koma glæpahópunum á kné“ eru orðin tóm og þótt enn sé ekki liðið langur tími af fyrsta kjörtímabili borgaralegu ríkisstjórnarinnar, þá bólar lítið á þeim „endaskiptum“ sem lofað var.

Lauma sér inn í fyrirtæki og opinberan rekstur

Hins vegar má sjá þau hefðbundnu endaskipti sem skipulögð glæpastarfsemi í þekktum mafíustíl hefur á samfélagið. Glæpamennirnir koma sér fyrir í opinberum rekstri, rekstur einkafyrirtækja og þess háttar. Lögreglustjórar eins og Carin Götblad hafa áður vakið athygli á þeim staðreyndum en talað fyrir daufum eyrum. Anders Thornberg segir glæpastarfsemina verri nú en nokkru sinni áður þar sem hún „étur sig inn í hið löglega samfélag.“

Ríkislögreglustjórinn metur að glæpaþróunin í Svíþjóð sé farin að ógna öllu lýðræðinu. Jafnvel þótt önnur lönd sem hafa tekið á móti mörgum innflytjendum eiga einnig við svipuð vandamál að stríða, þá getur ekkert þeirra borið sig saman við þær sprengju- og skotárásir sem fylgt hafa hömlulausum fólksinnflutningi til Svíþjóðar.

Í skýrslu GI er greint frá því, að glæphóparnir græða ekki aðeins stórfé á fíkniefna- og vopnasölu, mansali, þjófnaði og fjárkúgun heldur hrifsa þeir til sín í sívaxandi mæli velferðarmilljarða af sænsku skattgreiðendum.

Aðgerðir gegn peningaþvætti bitna á röngum hópum

Svíar hafa ítrekað fengið gagnrýni fyrir að hafa oftúlkað reglur ESB um peningaþvott. Venjulegir viðskiptavinir bankanna og fólk með sparað reiðufé á heimilinu hafa orðið fyrir áfalli vegna eignaupptöku og að það sé yfirheyrt fyrir aðeins tíunda hluta af tilskipun ESB. Peningaþvottalög ESB gerir stálheiðarlegu fólki eins og sænskum lífeyrisþegum lífið sérlega leiðinlegt.

Þessar róttæku reglur fyrir venjulegt fólk hafa ekki, samkvæmt þessari eða fyrri rannsóknum, hindrað skipulagða glæpastarfsemi að þvo það fé sem aflað er með glæpum. Á meðan hinn almenni Svíi lendir í miklum vandræðum halda glæpahóparnir óhindrað áfram peningaþvætti á stórum fúlgum sem síðan er hægt að nota í lúxuslíf, bílakaup, íbúðir, ferðalög og annan lúxus. Að glæpahóparnir séu búnir að éta sig inn í hið löglega samfélag gerir peningaþvott þeirr enn auðvaldari.

Drógu inn dágóðan pening með því að stofna Covid-prófunar stöðvar

Í nýjustu glæpavísitölu Global Initiative, GI, sést vel hvernig Svíþjóð sker sig úr og er orðin verri en Eystrasaltslöndin með fyrri sögu glæpa undir hæl kommúnismans. Sérstaklega standa Svíar sig illa varðandi mannsmygl, eiturlyfjasölu og vopnaviðskipti. Ein ástæða er sögð vera sú, að það er miklu auðveldara að smygla fólki, fíkniefnum og vopnum til Svíþjóðar en til flestra annarra landa.

Að sögn Anders Thornberg veltir glæpahagkerfi Svíþjóðar einhvers staðar á milli 100 og 150 milljörðum sænskra króna á ári. Lotta Mauritzon, verkefnastjóri hjá þjóðlegu aðgerðardeild lögreglunnar, bætir við að glæpamennirnir séu líka skapandi og finni stöðugt nýjar leiðir til að sniðganga lög og reglur til að vinna sér inn ólöglega peninga. Margir þeirra þéna skilding á því að selja áfram árangursríkar glæpahugmyndir sem virka til annarra gegn gjaldi eða hluta í ágóðanum. Mauritzon segir við Sænska Dagblalðið:

„Þú vinnur með „glæpi sem hverja aðra þjónustu“ og færð borgað fyrir þekkingu á því, hvernig á að byggja upp farsæla svikamyllu.“

Hún lýsir því hvernig glæpamennirnir fylgjast með þróun samfélagsins og eru fljótir að nýta sér hvert nýtt tækifæri sem gefst. Dæmi sem Mauritzson nefndi var hvernig glæpahóparnir stofnuðu eigin heilsustöðvar fyrir Covid-próun í heimsfaraldrinum og tóku vel borgað fyrir að gefa út neikvæð próf fyrir þá sem þurftu á því að halda.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa