Svíþjóð knékrýpur fyrir Bandaríkjunum

Pål Jonson, varnarmálaráðherra Svíþjóðar t.v. og Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna t.h.

Sænski rithöfundurinn og álitsgjafinn Jan Guillou gagnrýnir harðlega nýjan samning Svíþjóðar við Bandaríkin, sem hann telur vera algjöra undirgefni Svía. Guillou gagnrýnir í grein í Aftonbladet það samkomulag sem Lloyd Austin varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Pål Jonson varnarmálaráðherra Svíþjóðar hafa undirritað. Guillou segir samninginn, sem var gerður án nokkurra umræðu í Svíþjóð, vera innleiðingu á yfirráðum Bandaríkjanna yfir Svíþjóð og hafi Svíar „fullkomlega lagst flatir“ fyrir Bandaríkjunum.

Guillou skrifar að Bandaríkin muni hafa „óhindraðan aðgang að og notkun á samþykktri aðstöðu og svæðum.“ Nánar tiltekið munu Bandaríkin hafa aðgang að öllum helstu herstöðvum Svíþjóðar og flugher auk aðgangs að einkalandi, höfnum, flugvöllum og vegum.

„Bandaríkin fá einnig rétt til að stækka „svæði og aðstöðu“ að eigin vild til að geyma vopn og varnarbúnað. Engar undantekningar eru tilgreindar fyrir gerð vopna, ekki einu sinni kjarnorkuvopn (14. gr.). Aðilar geta haft samráð um ofangreint að því marki sem nauðsynlegt er.“

Fáránleg réttindi fyrir bandaríska herinn

Höfundur nefnir einnig að sænsku leynilögreglunni Säpo verði óheimilt að hafa eftirlit með bandarísku starfsfólki, að starfsfólkið borgar enga skatta (ekki einu sinni virðisaukaskatt af innkaupum), að ekki verði hægt að rekja ökutæki þeirra, að ekki þurfi að greiða tolla og að bandarískar flugvélar geti að eigin vild „athafnað sig í sænskri lofthelgi á sama hátt og bandarísk skip geta farið ferða sinna í sænskri landhelgi.“

Einnig virðist það undarlegt að ekki megi höfða gorgaraleg mál fyrir dómstólum á hendur bandarískum starfsmönnum. Hermenn fá einnig rétt til að nota bandarísk frímerki. Þetta gerist aðeins, þegar lönd tapa stríði. Vegna ósigurs Þýskalands og Japan í seinni heimsstyrjöldinni voru bandarískar herstöðvar reistar þar. Vegna ósigurs Svía í Norræna stríðinu mikla (1700-1721) fengu Rússar tækifæri til að drottna yfir Svíþjóð. Viðvera Bandaríkjamanna í Svíþjóð hefur hins vegar verið tekin upp án þess að einu skoti hafi hleypt af.

Hafa hugsað um allt

Guillou tekur einnig fram að samkomulagið virðist alfarið hafa verið samið af Bandaríkjamönnum án aðkomu Svía:

„Bandarískir höfundar samningsins – það er ekki snefill af neinum sænskum – virðast hafa hugsað út í allt. Þeir hafa langa reynslu frá öllum löndum sem þeir hafa hertekið. Kannski tóku þeir bara uppgjafarsamninginn til dæmis við Írak úr einhverri hillunni og breyttu honum aðeins.“

Guillou er ósáttur við, að samkomulagið hafi farið í gegn án nokkurrar umræðu. Hann skrifar einnig að það sé undarlegt að „þjóðernissinnar“ í Svíþjóðardemókrötum hafi ekki sagt orð um samninginn og spyr hvort flokkurinn sé virkilega hlynntur sjálfstæði Svíþjóðar.

Ótrúleg svik

Tobbe Larsson, stjórnmálaskýrandi Frelsisfréttarinnar, segir í athugasemd:

„Þessi samningur þýðir, rétt eins og Guillou skrifar, algjöra uppgjöf af hálfu Svía. Svíar fá hvorki aðgang að bandarísku landi né hernaðaraðstöðu og því má spyrja hvers vegna stjórnvöld vilja niðurlægja Svíþjóð og koma öryggi okkar í hendur stríðsæsingarstórveldis. Að Svíþjóðardemókratar hafi ekki sagt orð um samninginn eru mikil svik og sýnir að flokkurinn vill alls ekki setja Svíþjóð í fyrsta sæti.“

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa