Flúðu Úkraínu og voru drepnir af aröbum í Þýskalandi

Artem Kozachenko og Volodymyr Yermakov voru drepnir í Þýskalandi.

Tveir úkraínskir ungir flóttamenn, Yermakov og Kozachenko, voru myrtir í hnífaárás arabískra unglinga í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði samkvæmt T Online. Annar þeirra dó á staðnum. Hinn ungi maðurinn lést á sjúkrahúsi í þýska bænum Oberhausen fyrr í þessum mánuði.

Artem Kozachenko, 18 ára úkraínskur ríkisborgari, var lagður inn á sjúkrahús með mörg stungusár eftir að hann og liðsfélagar hans í körfuboltaliðinu á staðnum urðu fyrir árás arabískra ungmenna að kvöldi sunnudagsins 11. febrúar þegar þeir voru á leiðinni heim af æfingu. 17 ára gamall vinur hans, Volodymyr Yermakov, lést á vettvangi en Kozachenko var lagður inn í bráðameðferð á sjúkrahúsi. Það tókst ekki að bjarga lífi hans. ART Giants, körfuboltalið á staðnum sem báðir unglingarnir léku fyrir, skrifar á Instagram.

„Artem hefur verið á gjörgæslu á sjúkrahúsinu eftir hina hrottalegu árás í Oberhausen. Því miður versnaði ástandið undanfarna daga og læknarnir gátu ekki gert neitt til að bjarga honum.“

Fjölmiðlar vilja að hrottalegt hversdagsofbeldi gerist í kyrrþey

Körfuknattleikssambandið í Kiev greindi fyrst frá hnífstungunni í færslu á samfélagsmiðlum kvöldið sem árásin var gerð, þar sem því var haldið fram að „ráðist hafi verið á ungu körfuknattleiksmennina með hnífum úti á götu bara vegna þess að þeir voru Úkraínumenn.“ Körfuknattleikssamband Úkraínu þjáist ekki af sama stjórnmálalega rétttrúnaði og stofnanir í Þýskalandi og „að samkvæmt bráðabirgðaupplýsingum væru glæpamennirnir átta ungmenni með arabískt útlit.“

Stjórnmálaflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland AfD sendi frá sér yfirlýsingu eftir dauða seinna fórnarlambsins. Þar er morðunum lýst sem sönnun um hið „hrottalega hversdagsofbeldi sem rótgrónir aðilar og fjölmiðlar vilja leyfa að gerast í kyrrþey“

Þýska lögreglan tilkynnti að hún myndi ekki meðhöndla morðin sem hatursglæp að sögn T Online.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa