Þess vegna sprengdu Bandaríkin Nord Stream

Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh heldur því fram, að Bandaríkin hafi sprengt Nord Stream gasleiðslurnar til að þvinga Þýskaland með í bandalag sitt gegn Rússlandi.

Hvíta húsið hafnar innblöndun í hryðjuverkið, en Joe Biden Bandaríkjaforseti hafði áður lofað því opinberlega, að „það yrði fundin leið til að stöðva gassölu Rússa til Evrópu.“

Óttaðist að Þýskaland tæki ekki þátt í bandalagi gegn Rússlandi

Ákvörðunin um að eyðileggja Nord Stream gasleiðslurnar byggðist á því, að Bandaríkjastjórn óttaðist að Þjóðverjar myndu ekki taka þátt í nálgun Bandaríkjanna gegn Rússlandi svo framarlega sem Þýskaland væri háð og tæki á móti gasi frá landinu. Hersh skrifar þetta í nýrri grein. Að sögn Hersh fyrirskipuðu Bandaríkin sprenginguna nokkrum vikum áður en stríðið braust út á milli Rússlands og Úkraínu. Hers skrifar:

„Tímasetning Biden virtist taka mið af Scholz kanslara. Sumir innan leyniþjónustunnar CIA töldu að forsetinn óttaðist að Scholz léti undan með lítinn stuðning kjósenda við Úkraínu, þegar veturinn kæmi. Scholz gæti komist að þeirri niðurstöðu, að mikilvægara væri að halda hita á fólkinu og iðnaðinum í gangi en að styðja Úkraínu gegn Rússlandi.“

Neita að trúa upplýsingum

„Á þeim tíu mánuðum sem liðnir eru frá því ég birti fyrstu frásögn mína af skemmdarverkunum á Nord Stream, hafa þýsk stjórnvöld og fjölmiðlar, rétt eins og í Bandaríkjunum, annað hvort hunsað eða gefið aðrar frásagnir um hvernig og hvers vegna gasleiðslurnar voru eyðilagðar. Hugmyndin um að sitjandi forseti Bandaríkjanna myndi vísvitandi eyðileggja lykilorkugjafa fyrir náinn bandamann hefur verið tabú eins og Freud myndi segja.“

Að sögn Hersh vilja menn ekki kannast við fullyrðingarnar sem hann birtir, vegna þess „að það myndi fela í sér gríðarlegt hneyksli.“ Bandalagsríki sem eyðileggur fyrir öðru bandalagsríki til að þvinga það til að taka þátt í áhættusömu heimsvaldaspili mun ekki falla vel í kramið hjá íbúum landanna.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa