Undirskriftalisti hafinn á ESB-þinginu um að svipta Ungverjalandi atkvæðisrétti sínum

Petri Sarvamaa ESB-þingmaður frá Finnlandi t.v. vill að Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands t.h. njóti ekki lýðræðis innan ESB

Ungverskir þingmenn ESB gætu misst kosningarétt innan ESB. Allavega ef finnski þingmaðurinn Petri Sarvamaa frá frjálslynda Bandalagsflokknum fær að ráða. Hann hefur sent undirskriftalista til allra ESB-þingmanna (sjá X að neðan) sem – ef það fær nægjanlegan stuðning, afnemur atkvæðisrétt Ungverjalands innan Evrópusambandsins. Það yrði þá fyrsta skrefið í átt að útilokun Ungverjalands frá ESB ef málið nær svo langt.

Sarvamaa hefur einnig sett áskorunina á X-ið þar sem hann vísar í grein í ESB-sáttmálanum sem hann telur, að Ungverjaland hafi brotið með því að hafa íhaldssamar skoðanir á meðan hann og aðrir hafa frjálslyndar skoðanir. Sarvarnaa lýsir því yfir að hann vilji svipta Ungverjaland lýðræðislegum kosningarétti til að vernda lýðræðisleg gildi ESB.

Hann telur að Ungverjaland, með því að nýta lýðræðislegan rétt sinn, komi í veg fyrir að mikilvægar ákvarðanir séu teknar, þar á meðal þær sem snúa að því að senda fleiri milljarða af fé skattgreiðenda sambandsins til Úkraínu í stríðinu gegn Rússlandi. Að hugsa öðruvísi um þetta, telur Savarnaa, ætti að líta á sem hindrun og neitun um samstarf.

Tveggja þrepa eldflaug

Málsmeðferðin til að svipta Ungverjalandi lýðræðislegum rétti sínum að kjósa í ESB fer fram í tveimur áföngum, að því gefnu að undirskriftasöfnunin takist. Í fyrsta lagi þarf samhljóða já til að samþykkja það sem talið er vera vandamál Ungverjalands, hvort svo sem er að ræða röng lög eða spillingu. Í næsta skrefi, þar sem einfaldur meirihluti nægir, má síðan taka ákvörðun um, að ungversku þingmennirnir hafi ekki rétt til að kjósa á ESB-þinginu. Ýmis skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að aðildarríki sé svipt kosningarétti. Hvort Sarvamaa tekst það með þessu frumkvæði sínu á eftir að koma í ljós.

Nýjasta tilraunin til að fara fram hjá sjáltstæði Ungverjalands

Framtakið er það nýjasta í sífelldum tilraunum ESB til að þvinga Ungverjaland til hlýðni við ákvarðanir sambandsins. Á mikilvægum sviðum t.d. varðandi innflytjendastefnuna, hefur Ungverjaland valið aðra og farsælli leið en flest önnur ríki sambandsins. Ungverjaland „vantar“ því helstu vandamál og önnur ESB-halelújaríki þjást af eins og andfélagshyggju, glæpamennsku og íslamskri róttækni.

ESB-elítan telur, að Ungverjaland hafi þar með vikið sér undan ábyrgð sinni og brotið reglur ESB um flóttamannahæli á meðan Ungverjar telja sig aðeins fylgja þeirri innlendu innflytjendastefnu sem þeir eiga rétt til að framfylgja sjálfir – einnig sem aðilar að Evrópusambandinu. Aðild að ESB á ekki að geta sett það til hliðar sem gagnast eigin landsmönnum best.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa