Ný skýrsla Heilbrigðis- og velferðarstofnunar (THL) í Finnlandi sýnir, að um það bil fimmtungur Finna hefur ekki efni á grunnþörfum eins og mat og heilsugæslu – og það verður ungt fullorðið fólk verst úti.
Nýleg könnun THL sýnir, að nærri milljón Finna hefur ekki efni á grunnþörfum eins og mat, lyfjum eða læknisheimsóknum. Könnunin, sem náði til 28.000 manns, afhjúpar að peningaskortur er stærstur meðal fólks á aldrinum 20 til 39 ára. Um fjórði hver karlmaður í aldurshópnum segir, að þeir hafi ekki alltaf efni á grunnþörfum sínum og meðal kvenna er það enn þá fleiri eða þriðja hver ung kona. Meðal fólks yfir 75 ára segja færri en einn af hverjum tíu, að þeir hafi ekki efni á mat, lyfjum og læknisheimsóknum.
Yngra fólk er fátækara
Í öllum aldurshópum segist um einn af hverjum tíu hafa verið hræddir við að verða uppiskroppa með mat vegna skorts á peningum undanfarna 12 mánuði. Ein hugsanleg ástæða, að sögn THL, er sú, að vinnumarkaðurinn verður stöðugt óöruggari fyrir ungt fólk. Önnur ástæða gæti líka verið sú að ungt fólk hefur að meðaltali minni fjárhagslegan stuðning en eldra fólk.
Um 67% Finna segja þrátt fyrir þetta ástand, að daglegt líf þeirra sé tryggt.