Verður að „endurhæfa“ stuðningsmenn Trumps

Hillary Clinton, 75 ára, er þekkt fyrir að hafa tapað forsetakosningunum fyrir Donald Trump árið 2016. Hún sér enga aðra leið en Stalíns, Leníns, Maós og Xi Jingpings að loka stjórnarandstæðinga inni í endurhæfingarbúðum til að hreinsa þá af villutrúnni. Hún segir stuðningsmenn erkióvinarins Donald Trump vera „öfgamenn“ og „sértrúarmenn“ sem þurfi að senda í „formlega endurhæfingu.“ Hún er að tala um u.þ.b. helming bandarísku þjóðarinnar.

Donald Trump er með yfirburða forskot í prófkjörum repúblikana og margar skoðanakannanir sýna, að hann muni sigra sitjandi forseta, Joe Biden, ef kosið yrði í dag. Það plagar Hillary Clinton, að meirihluti bandarískra kjósenda vilja fá Trump sem forseta en hún tapaði forsetakosningunum fyrir Trump árið 2016. Í viðtali við CNN kallar hún stuðningsmenn Trumps „MAGA öfgamenn“ (af slagorði Trumps „Make America Great Again“). Hillary spyr „hvenær hætta þeir að styðja hann?“ og heldur áfram:

„Á einhverjum tímapunkti gæti þurft að fara með þessa sértrúarmeðlimi formlega í endurhæfingu. Eitthvað verður að gerast.“

Kjósendurnir alfarið „í höndum“ Trumps

Hillary Clinton fullyrðir, að fv. forseti stjórni kjósendum sínum tilfinningalega á sálrænan hátt:

„Kjósendum Trump líkar ekki við farandfólk, líkar kannski ekki við samkynhneigt fólk eða blökkumenn eða konuna sem fékk stöðuhækkun í vinnunni. Þetta er hin sígilda saga um einræðislegan popúlista sem hefur virkilega tök á tilfinningalegum, sálrænum þörfum og löngunum hluta íbúanna.“

Að sögn Hillary Clinton er það afar mikilvægt, að Joe Biden vinni forsetakosningarnar á næsta ári, svo gamla elítan í repúblikanaflokknum nái tökum á flokknum á ný. Þannig verður hægt að hverfa aftur til tímans fyrir Trump, þegar flokkarnir helguðu mestum tíma í karp um skatthlutföll og þess háttar. Viðtalið á CNN má sjá á myndskeiðinu hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa