Yfir 20 þúsund hryðjuverkamenn Hamas hafa fallið eða særst

Eitthvað virðist Biden tvístígandi varðandi aðgerðir Ísraelsmanna gegn böðlum hryðjuverkasveita Hamas. Biden gagnrýndi Ísrael fyrir að fara offörum í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum Hamas. Ef til vill trúir elliær Bandaríkjaforseti áróðri Hamas um að allir fallnir og særðir séu palestínsk börn og gamalmenni í því stríði, þar sem Ísrael berst fyrir lífi sínu. Í viðtali við ABC (sjá myndskeið að neðan) útskýrir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hvað er raunverulega í gangi hver markmið Ísraela eru og framar öllu hvaða mannfallstölur eru nær raunveruleikanum en Hamas gefur upp.

Netanyahu var beðinn að svara ásökunum Joe Biden um að Ísrael færi með hernaðarlegu offorsi gegn saklausum Palestínumönnum.

Senda flugmiða, hringja í íbúana og opna undankomuleiðir og örugg svæði fyrir almenna borgara

Netanyahu: – „Ég þakka fyrir stuðning Biden forseta við Ísrael frá upphafi stríðsins. Ég veit ekki alveg hvað hann átti við með þessum orðum en settu þig í spor Ísraels. Ráðist var á okkur í tilefnislausri árás, morðárás þann 7. október, sem er versta árás á gyðinga síðan í helförinni…. Við brugðumst við á þann hátt að fara á eftir hryðjuverkamönnunum og að lágmarka tjón almenna borgara sem hryðjuverkamennirnir blanda sér inn í og nota sem mannlegan skjöld. Við sendum þúsundir flugmiða. Við hringjum í Palestínumenn á heimilum þeirra, við biðjum þá að fara. Við gefum þeim öruggar undankomuleiðir og örygg svæði. Ég tel þess vegna, að við séum að gera rétt….. Við ætlum að vinna …. sigurinn er innan seilingar.“

Tölur Hamas lýsa öllu mannfalli sem þjóðarmorði Ísraela á Palestínumönnum

Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hefur Ísrael drepið meira en 28.000 Palestínubúa og hundruð þúsunda hafa verið þvingaðir frá heimilum sínum. Vatns- og matarskortur er ríkjandi. Ætti það þá ekki að vera siðferðileg skylda Ísraelsmanna að gera meira til að aðstoða Palestínumenn og hætta þessu stjórslysi? spurði fréttamaðurinn.

Netanyahu: – „Mér finnst allur skaði almennra borgara, hvers kyns mannfall sé harmleikur. Þetta er harmleikur sem Hamas þvingar upp á okkur. Ég vil bara nefna það, ég myndi fara varlega með tölur Hamas. Ég get upplýst um að samkvæmt hernaðarsérfræðingum um stríð í þéttbýli og öðrum skýrendum. þá er fall almennra borgara minna en mannfall hryðjuverkamanna. Hlutfallið er komið niður fyrir einn á móti einum sem er talsvert minna en í nokkrum öðrum sambærilegum hernaði og við munum gera meira.“

Yfir 20 þúsund Hamas hryðjuverkamenn hafa fallið eða særst

Fréttamaður ABC átti erfitt með að kyngja þessu og ítrekaði, hvort forsætisráðherrann væri virkilega að meina að aðeins einn óbreyttur borgari týndi lífinu á móti einum Hamas hryðjuverkamanni?

Netanyahu: – Já, það er einmitt það sem ég er að segja. Já. Við höfum drepið og sært yfir 20.000 Hamas hryðjuverkamenn. Þar af eru um 12.000 bardagamenn. Við gerum allt sem í okkar valdi er mögulegt til að lágmarka mannfall óbreyttra borgara og við höldum áfram að gera það. Við ætlum ekki að láta Hamas standa uppi sem sigurvegara. Ef við förum, þá verður það gríðarlegur sigur fyrir hryðjuveröxul Írans. Það yrði slæmt fyrir alla.“

Hamas hefur ítrekað heitið því að endurtaka fjöldamorðin 7. október aftur og aftur og aftur

Um 1,4 milljónir manna eru á Rafa og margir hafa flúið frá norður Gaza og búa í tjöldum. Þýski utanríkisráðherrann sagði fólkið ekki geta horfið og þess vegna spyrja sig margir, hvert fólkið geti farið.

Netanyahu: – „Rafa er mjög lítið hlutfall af Gaza, og ég held að það sé um 10% eða 15%….Svæðin sem við höfum hreinsað eru fyrir norðan Rafa, það eru mörg svæði þar… Það er hluti af stríðsátaki okkar að koma óbreyttum borgurum undan. Hins vegar heldur Hamas þeim inni á svæðinu….. Þeir sem segja, að við eigum undir engum kringumstæðum að fara inn í Rafa eru í grundvallaratriðum að segja: Tapið stríðinu. Höfum Hamas þar. Hamas hefur ítrekað heitið því, að endurtaka fjöldamorðin 7. október aftur og aftur og aftur.“

Engin framtíð fyrir Palestínumenn eða friðinn ef Hamas vinnur

Stjórn Bidens segir það hörmulegt, ef Ísraelsmenn fara inn í Rafa. Egypski utanríkisráðherranum tekur í sama streng. Sameinuðu arabísku furstadæmin vara við stórslysi á svæðinu. Þrýstingurinn er mikill á Ísraelsmenn að hætta frekari aðgerðum gegn Hamas.

Netanyahu: – „Þeir þurfa ekki vera að reyna að fá mig til að skipta um skoðun. Við sjáum um hag almennra borgara ásamt því að veita nauðsynlega mannúðaraðstoð. Við höfum verið að gera það og ég stýri því á markvissan hátt. Sigurinn er innan seilingar. Menn þurfa að skilja, að sigur Ísraelsmanna er það besta sem getur gerst, ekki aðeins fyrir Ísrael, heldur fyrir Palestínumenn sjálfa. Ég sé enga framtíð fyrir Palestínumenn eða frið í Miðausturlöndum ef Hamas vinnur.“

Búið að sigrast á 18 af 24 hryðjuverkasveitum Hamas

Netanyahu: – „Ég hef áður sagt, að við höfum við sigrað 18 af 24 hryðjuverkasveitum þeirra. Við erum að hreinsa burtu þá hryðjuverkamenn sem eftir eru og auðvitað fá gíslana látna lausa. Ásamt því að tryggja, að Hamas og Gaza séu ekki lengur ógn við Ísrael. Það þarf ekki að drepa hvern einasta hryðjuverkamann. Það þurfti ekki að drepa síðustu ÍSIS hryðjuverkamennina þegar tryggt var, að bundinn væri endir á bardagamátt ÍSIS. Það verður að eyða herafla Hamas sem stjórnar yfirráðasvæðum. Við munum ekki hætta, sigurinn er vel innan seilingar.“

Palestínumenn eiga að ráða yfir sér sjálfir en ekki að hafa vald til að ógna Ísrael

Netanyahu: – Margir tala um tveggja ríkja lausn. Ég spyr, hvað er átt við með því? Eiga Palestínumenn að hafa her? Geta skrifað undir hernaðarsamning við Íran? Geta flutt inn eldflaugar frá Norður-Kóreu sem og önnur drápstæki? Eiga þeir að halda áfram að mennta börn sín til að taka þátt í hryðjuverkum og tortímingu? Auðvitað ekki. Ég hef alltaf sagt að í framtíðar friðarsamningi, sem allir eru sammála um að sé fjarlægur, þá eiga Palestínumenn að ráða yfir sér sjálfir en án afls til að ógna Ísrael. Mikilvægasta valdið sem þarf að vera áfram í höndum Ísraels er að fara með öryggiseftirlit svæðisins vestan Jórdan. Þar er Gaza. Sagan sýnir okkur annars, að hryðjuverkin koma aftur og við viljum ekki að nein hryðjuverk komi aftur.

110 gíslum sleppt vegna hernaðarlegs þrýstings

Ættingjar gíslanna skrifuðu bréf til ríkisstjórnar Ísrael með beiðni um tafarlausa samninga til að Hamas létu gíslana lausa. Netanyahu fékk spurninguna um hver forgangur ísraelsku stjórnarinnar væri þessa stundina: Að útrýma Hamas algerlega eða bjarga lífi gíslanna og fá þá lausa:

Netanyahu: – „Þetta útilokar ekki hvort annað. Ástæðan fyrir því að okkur tókst að ná út 110 gíslum, sem er helmingur gíslanna, er sú að við beittum hernaðarlegum þrýstingi….Sjáðu til, ég held að fjölskyldur gíslanna séu í í hryllilegri stöðu. Ég meina það rífur bara úr manni hjartað að hlusta á þá og hugsa um hvað ættingjar þeirra ganga í gegnum. Ég er staðráðinn í að koma gíslunum úr haldi. Við munum leggja allt kapp á það. Það krefst þrýstings og þrýstingur hefur virkað og mun virka aftur.“

Hlýða má á viðtalið hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa