„Mjög sterk öfl“ vilja Svíþjóð illa núna sagði Ulf Kristersson forsætisráðherr Svíþjóða á blaðamannafundi á þriðjudag (sjá myndskeið að neðan). Hryðjuverkamaðurinn sem myrti tvo Svía í Brussel á mánudag hefur áður verið í Svíþjóð.
Mennirnir sem myrtir voru í Brussel í gær voru myrtir vegna þess að þeir voru Svíar. Ógnarmyndin í garð Svíþjóðar hefur aukist eftir Kóranbrennur sem hafa vakið mikla alþjóðlega athygli og reiði múslíma víða um heim. Einnig eru umræður á samfélagsmiðlum um tengsl á milli hryðjuverkaárásarinnar í Brussel og Nató umsóknar Svía.
27 þúsund einstaklingar dveljast ólöglega í Svíþjóð
Kristersson sagði á blaðamannafundinum.
„Samkvæmt belgískum heimildum hafði hryðjuverkamaðurinn sótt um hæli en honum var synjað og var síðan áfram í landinu. Hann hefur líka dvalið stundum í Svíþjóð. Við verðum að athuga hvaða fólk er í Svíþjóð og að það sé hér á lagalegum grundvelli. Ef þeir eru ekki hér löglega verða þeir að fara úr landi. Bæði Svíþjóð og ESB verða að hafa betri stjórn á landamærum okkar. Hættulegt fólk sem ekki eru sænskir ríkisborgarar verður tafarlaust að víkja úr landi.“
„Í víðum skilningi þurfum við að vita hvaða fólk er í Svíþjóð og að það vistist á löglegum grundvelli. Núna erum við með 27.000 manns sem eru í Svíþjóð þrátt fyrir að búið sé á lagalegum grunni að ákveða, að þetta fólk skuli yfirgefa Svíþjóð. Þetta er hættulegt ástand. Við getum ekki haft það svona.“