ESB hefur áætlun um efnahagslega árás á Ungverjaland ef Viktor Orbán forsætisráðherra landsins hætti ekki að þrjóskast við vilja Brussel-hirðarinnar (mynd © fidesz.hu).
Valdaelítan í ESB er orðin svo örvæntingarfull, að hún ætlar að eyðileggja efnahag Ungverjalands, ef landið heldur áfram að loka fyrir peningagreiðslur til stríðsreksturs Úkraínu, segir í frétt Financial Times.
Financial Times upplýsir um þá áætlun ESB að „skaða efnahag Ungverjalands“ ef landið stöðvar frekari greiðslu ESB til umboðsstríðsins í Úkraínu. ESB vill senda aðra 50 milljarða evra til Úkraínu sem Ungverjar eru mótfallnir. Financial Times skrifar að áætlun Evrópusambandsins sé „veruleg stigmögnun í átökum við Ungverjaland.“
Áætlunina er að finna í skjali sem Financial Times hefur séð, eru efnahagslegir veikleikar Ungverjalands greindir ásamt gjaldmiðli landsins og tiltrú fjárfesta á landinu. Lögbundnum greiðslum ESB til Ungverjalands yrði hætt og „atvinna og hagvöxtur“ myndi skaðast.
Samkvæmt gögnunum er talið að:
„Slík efnahagsárás myndi fljótt koma af stað hækkunum á fjármagnskostnaði opinberra skulda og gjaldfellingu gjaldmiðilsins.“
Að sögn þriggja fulltrúa ESB styðja mörg aðildarríki sambandsins þessa fyrirhuguðu árás á Ungverjaland. Einn þeirra segir við Financial Times:
„Andrúmsloftið er orðið harðara.“
Evrópuþingmaðurinn Marcel de Graaff skrifar á X (að neðan):
„Ókjörið Evrópusamband er í stríði gegn Ungverjalandi. Þeir vilja að Ungverjaland fylgi fávitastefnu Brussel, annars ætla þeir að reyna að eyðileggja ungverska hagkerfið. Ástand Evrópusambandsins er einræði!“