Breyting á innflytjendastefnu Svíþjóðar ekki í sjónmáli

Allt stefnir í að árið 2023 verði enn eitt árið í Svíþjóð með yfir 100.000 innflytjendum sem fá dvalarleyfi í landinu. Kjósendur ríkisstjórnarflokkanna sem vonuðust eftir breytingu á innflytjendastefnunni, verða að sýna þolinmæði enn um sinn.

Sænski miðilinn Samnytt fór yfir innflytjendamálin eftir fyrstu sex mánuði ársins og gat þá fullyrt, að ekki væri sýnileg áhrif nýju hægri stjórnarinnar, sem lofaði kollvörpun innflytjendastefnunnar fyrir kosningar. Allt er eins og hjá fyrri ríkisstjórn. Þegar aðeins tveir mánuðir eru eftir af árinu, hafa verið gefin úr 87.549 dvalarleyfi samkvæmt tölum sænsku Útlendingastofnunarinnar. (Sjá einnig skjáskot að neðan). Framreiknað til áramóta þýðir það, að rúmlega 105.000 manns fái landvistarleyfi í Svíþjóð í ár.

60.000 fá ríkisborgararétt

Við það bætast um 50.000 sem fá ríkisborgararétt – frá löndum eins og Sýrlandi, Afganistan, Sómalíu og Erítreu Framreiknað til áramóta bætast 10 þúsund við, þannig að samtals verða um 60.000 nýir ríkisborgarar í ár.

Þess má einnig geta, að Útlendingastofnunin er með 94.000 ríkisborgaraumsóknir til viðbótar á borðinu, sem hún hefur ekki enn haft tíma til að taka afgreiða. Miðað við hvernig dreifing styrkja og synjana hefur litið út hingað til munu um 75.000 af þessum umsóknum um ríkisborgararétt verða veittar, þó varla nægilega hratt til að vera með í tölum yfirstandandi árs.

Færri alvöru flóttamenn frá Úkraínu

Samtals gera tölurnar 2023 að einu af stærsta ári fólksinnflutninga til Svíþjóðar. Þeir sem kusu Svíþjóðardemókrata hafa því ástæðu til að verða vonsviknir. Heildartalan miðað við árið 2022 hefur vissulega lækkað sem stafar af því, að verulega hefur dregið úr komu flóttamanna frá Úkraínu. Hælisleitendur ásamt ættingjum eru enn stærsti hópurinn. Frálslyndar innflutningsreglur varðandi vinnuafl gerir þann hóp að næstum jafn stórum hópi og þeirra sem sækja um hæli. Földi þeirra, sem er synjað um hælii leita annarra leiða til að dvelja í Svíþjóð. Frá og með næstu máðnaðarmótum eru reglurnar hertar til að stöðva misnotkun, launaundirboð og fjöldainnflutning á ófaglærðu vinnuafli.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa