Mario Draghi, fv. seðlabankastjóri segir útilokað fyrir ESB að lifa án ríkisfjármálabandalags aðildarríkjanna

Mario Draghi fv. seðlabankastjóri ESB á fundi World Economic Forum 2013. (Skorin mynd © World Economic Forum CC 2.0).

Mario Draghi, fyrrverandi yfirmaður seðlabanka evrusvæðisins dregur upp dökka mynd og spáir efnahagslegum samdrætti fram undan á evrusvæðinu. Núverandi seðlabankastjóri sér fyrir sér stöðnun. Mario Draghi, fv. seðlabankastjóri ESB, ræðir um andlát evrusvæðisins og telur, að samruni ríkisfjármála, utanríkis- og hernaðarmála sé forsenda þess að ESB lifi áfram.

Bloomberg greinir frá því, að Draghi segir nær öruggt, að samdráttur verði á evrusvæðinu í lok árs 2023. Draghi talaði nýlega á ráðstefnu í Brussel á vegum The Financial Times. Hann sagði, að efnahagslægðin yrði líklega hvorki „djúp“„valda óstöðugleika.“ FT hefur eftir fv. seðlabankastjóra:

„Það er næstum öruggt, að við fáum samdrátt í árslok. Það er alveg ljóst að fyrstu tveir ársfjórðungar næsta árs munu sýna það.“

Belgíski seðlabankastjórinn Pierre Wunsch, sem áður hélt ræðu í Brussel, viðurkenndi áhrif hertrar peningamálastefnu og sagði að hagvöxturinn „hallaðist niður á við. – Evrusvæðið er að fara inn í einhverja smá stöðnun.“

Athugasemdir Draghis:

„Annaðhvort vinnur Evrópa saman og verður að dýpra sambandi, sambandi með utanríkis- og varnarstefnu, fyrir utan alla efnahagsstefnuna . . . eða ég er hræddur um, að Evrópusambandið muni ekki komast af á annan hátt en að vera eitt markaðssvæði.“

„Evrópska hagkerfið hefur verið að glata samkeppnishæfni á síðustu 20 árum, ekki bara með tilliti til Bandaríkjanna heldur einnig Japans, Suður-Kóreu og auðvitað Kína.“

„Við höfum glatað fótsporum á mörgum, mörgum tæknisviðum.“

Vill ríkisfjármálabandalag, utanríkismálabandalag og hernaðarbandalag

Mario Draghi, er fyrrverandi yfirmaður Seðlabanka Evrópu, „European Central Bank“ ECB, fyrrverandi bankastjóri seðlabanka Ítalíu og fyrrverandi tæknikrati (ókjörinn) forsætisráðherra Ítalíu. ZeroHedge skrifar, að reikna megi með því , að ummæli hans um samdrátt, verði endurtekin þúsund sinnum af helstu fjölmiðlum en að ummæli hans um ríkisfjármálabandalag séu samt stærri frétt. Draghi forðast að nota hugtakið ríkisfjármálabandalag en leitast almennt við að bjarga Suður-Evrópu og þá Ítalíu sérstaklega. Skilningur hans „á dýpra samstarfi“ er auk sameiginlegs ríkisbúskapar allra aðildarríkjanna, að þá eigi ESB einnig aða taka yfir utanríkisstefnu og varnarmálastefnu aðildarríkjanna.

Innbyggð meinsemd evrunnar

Sjálf er evran afskaplega gölluð, því ekki er hægt að finna sameiginlega vexti fyrir Þýskaland, Grikkland, Ítalíu, Frakkland og Spán, hvað þá 19 lönd. Þegar Grikklandi var næstum rústað á vakt Draghis, þá bjargaði hvorki myntbandalagið Grikklandi né leyfði landinu að fara á hausinn. Ítalía hefur þurft á banka-og framleiðniumbótum að halda í áratugi en jafnvel á meðan Draghi var seðlabankastjóri, þá náðist nánast enginn árangur í þeim málum.

Draghi harmar, að ESB hefur dregist aftur úr á mörgum tæknisviðum: „Við höfum glatað fótfestunni.“ Það er hverjum deginum ljósara, að ESB dregst lengra og lengra aftur úr. Í stað þess að taka sig á, þá býr ESB reglugerðir til að stöðva alla hina.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa