Tugþúsundir bænda þrömmuðu að pólska þinginu í Varsjá

Ódýr matvælainnflutningur frá Úkraínu og græn umskipti ESB hafa orðið til þess, að Pólverjar sjá rautt. Í gær fóru tugþúsundir pólskra bænda út á götur höfuðborgarinnar í mótmælaskyni og veifuðu pólska fánanum.

Barátta bænda fyrir réttlátum kjörum heldur áfram. Á þriðjudag fóru þúsundir pólskra bænda og stuðningsmanna að þinginu og skrifstofu forsætisráðherrans í Varsjá. Veifuðu mótmælendur pólska fánanum og blésu í horn. Einn bóndi hélt á Krists krossi í göngunni. Mótmælendurnir gengu í gegnum höfuðborgina og bóndinn Kamil Wojciechowski sendi skýr skilaboð:

„Við mótmælum vegna þess að við viljum að „Græni samningur ESB“ verði afnuminn, þar sem hann setur bændabýlin í gjaldþrot með öllum kostnaði.“

Forsætisráðherrann varð að bakka … aðeins…

Wojciechowski segir jafnframt að bændurnir krefjist þess, að innstreymi korns frá Úkraínu verði stöðvað algjörlega stöðvað. Uppreisn pólskra bænda hafa leitt til þess, að Donald Tusk, forsætisráðherra landsins, segir að Brussel þurfi að „leiðrétta“ niðurgreiddan innflutning landbúnaðarvara sem gerir pólskum bændum ómögulegt að keppa á sama grundvelli og fá vörur sínar seldar. Donald Tusk hefur beitt valdníðslu gegn stjórnarandstöðunni og er að breyta lögum Póllands þvert gegn bændum, þrátt fyrir fagurgala um annað. Verður því fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa