Engum forseta hefur tekist að sundra þjóðinni jafn mikið og Joe Biden

Hannity á Fox News tók viðtal við öldungadeildaþingmannin Ted Cruise hjá Repúblikanaflokknum eftir alríkisræðu Joe Biden forseta. Ted Cruise gefur hér aðra sýn á innihaldinu í ræðu forsetans en gagnrýnislausir klapparar hans gera.

Hannity hóf mál sitt á því að undirstrika mikilvægi ræðunnar fyrir Demókrataflokkinn og forsetann og komandi forsetakosningar og hann spurði hver viðbrögð öldungardeildarþingmannsins voru við ræðunni.

Joe Biden gjörsamlega úr tengslum við bandarísku þjóðina

Ted Cruz: Kvöldið í kvöld var alveg ótrúlegt. Ég hef aldrei séð annað eins. Þetta var kosningaræða, einstaklega slæm kosningaræða. Joe Biden var reiður. Hann var bitur. Hann öskraði allan tímann eins og þú tókst eftir. Hann var róttækur og öfgafullur. Hann var algjörlega úr tengslum við bandarísku þjóðina. Í hreinskilni sagt, í kvöld, minnti Joe Biden mig á reiðan gamlan mann sem stóð á veröndinni og öskraði til krakkanna að fara af lóðinni sinni. Þannig var hann.

Ég hef aldrei séð… ég hef verið viðstaddur 12 stefnuræður forsetans en ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ekki einu sinni úr fjarlægð. Algjör fókus var á kosningarnar í nóvember. Það sem er merkilegt, Sean, er að Joe Biden og Hvíta húsið, tóku greinilega þá ákvörðun, að atkvæði repúblikana skipta þá engu. Þetta var eins og að segja við repúblikana: Kastið ykkur í ána. Okkur skiptir engu máli það sem þið trúið á. Þeir ákváðu einnig sem er hreint ótrúlegt, að þeir vilja engin atkvæði frá óháðum.

Glerhörð vinstri stefna

Þeir hafa ákveðið, að stefna þeirra fyrir nóvember sé glerhörð vinstri stefna til að fá fylgi róttækra vinstri manna. Venjulega inniheldur stefnuræða forsetans, burtséð frá því, hvort hann er demókrati eða repúblikani, alltaf nokkrar línur sem eru sérstaklega hannaðar til að ná til hins aðilans, svo allir geti staðið saman.

Ég verð að segja, að við repúblikanar sýnum forsetaembættinu virðingu en eftir að hafa tekið á móti forsetanum þá sofnaði yfir helmingur repúblikana. Við sátum þarna í rúman klukkutíma raunverulega til að hlusta á hverja lygina á fætur annarri frá Biden. Hann tók algjörlega glerharða vinstri stefnu. Ég hef aldrei séð annað eins.

Sean Hannity: En er ekki samt eitthvað á bak við þetta. Í samanburði við nýlegar skoðanakannanir, þá sjáum við að Biden er að missa svo stóran hluta af rómönskum og Afríku stuðningsmönnum sínum og unga fólkið – jafnvel úthverfakonur. Það var mjög áberandi að ræðan þurfti á einhvern hátt að miða að því að ná þessu fylgi til baka.

Ted Cruz: Það var hreint ótrúlegt, að hann brosti næstum aldrei alla ræðuna. Hann öskraði bókstaflega allan tímann og var reiður. Þetta var ræða fyrir heimaliðið. Þetta var ræða til þess að reyna að koma Bernie Sanders og Elizabeth Warren og AOC aftur í liðið. Honum er sama um aðra í Bandaríkjunum.

Lygar á lygar ofan

Honum er sama um verðbólguna sem dynur á fólki. Hvað sagði hann við Bandaríkjamenn? Nei, þið hafið á röngu að standa. Þið eruð bara heimsk ef þið trúið því, að kostnaður við að leigja sé hærri en kostnaðurinn vegna húsnæðislána. Maturinn er dýrari. Þið eruð bara of vitlaus, þið skiljið ekki hversu gott efnahagslífið er í raun og veru.

Sko, fólk heima, það veit hver sannleikurinn er. Varðandi glæpi, þá bjó hann einfaldlega til annan veruleika. Glæpum fækkar, morðum fækkar – allt er í stakasta lagi. Fólkið sem býr við glæpamennskuna dag frá degi veit, að þetta er ekki satt. Ég verð að segja, að enginn hluti ræðunnar var jafn áberandi en um innflytjendamálin.

Minntist Joe Biden á þá 10. 4 milljónir ólöglegra innflytjenda sem hann hefur hleypt inn í landið? Nei. Minntist hann á opnu landamærin sem hann hefur meðvitað viðhaldið? Nei. Minntist hann á þúsundir þess farandfólks sem hafa týnt lífinu vegna opnu landamæra hans? Ekki orð. Minntist hann á þúsundir ofan á þúsundir barna sem eru kynferðislega misnotuð af mannsmyglurum? Þúsundir kvenna sem mansalar hafa ráðist á – á hrottalegan hátt? Nei. Ekki orð. Minntist hann á að yfir 100.000 manns deyja á ári vegna ofneyslu fíkniefna? Ekki orð.

Ef Joe Biden hefði gert skyldu sína væri Laken Riley á lífi í dag

Skrifaði hann í ræðuna að hann myndi segja orðin, Laken og Riley? Hann gerði það ekki. Þegar kom að því, þá var það þingmaður sem kallaði til hans og hann varð skelkaður og svaraði.

Hann sagði nafnið hennar og ég þakka honum fyrir það. En hvað var það sem hann sagði? Hann leit upp og sagði, ég finn til með foreldrum hennar, þau eru sár. Sean, hann tók ekki einu sinni smá ábyrgð. Veistu hvað? Foreldrar hennar vilja ekki að þú fellir krókódílstár og sendir þeim bévítans Hallmark-kort.

Veistu hvað foreldrar hennar vilja? Þau vilja fá dóttur sína aftur. Hann minntist ekkert á það. Lakin Riley er dáinn vegna þess, að ólöglega innflytjandanum var ekki vísað áður úr landi þegar hann var handtekinn. Joe Biden lét hann lausan í stað þess að framfylgja lögunum. Síðan fór glæpamaðurinn til New York borgar, þar sem hann var handtekinn aftur fyrir að stofna lífi barns í hættu. Þar var honum sleppt aftur vegna þess að New York borg er stjórnað af demókrötum og er griðastaður. Ef Joe Biden hefði vísað þessum glæpamanni úr landi eða yfirvöld New York hefðu fangelsað hann, þá væri Laken Riley á lífi í dag.

Joe Biden sagði nafn hennar en neitaði að ræða ábyrgð sína á dauða hennar.

Heyra má viðtalið hér að neðan:

Deila
Skoðanakönnun
Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa að hjálpa okkur að velja nafn á útvarpið okkar.
1

1. Hér eru nokkrar tillögur sem okkur hafa borist

Hreinsa
Þín tillaga að nafni fyrir stöðina
1

1. Hér hefur þú kost á að gera tillögu að nafni.

Hreinsa